fbpx
Þriðjudagur 07.október 2025
Fréttir

Foreldrar Birnu biðla til fjölmiðla: „Viljum síður að það sé tekin mynd af okkur að syrgja hana“

Sigurlaug og Brjánn biðja fjölmiðla um að sýna nærgætni á föstudaginn

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 31. janúar 2017 20:30

Sigurlaug og Brjánn biðja fjölmiðla um að sýna nærgætni á föstudaginn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Foreldrar Birnu halda mikið upp á þessa mynd
Birna Brjánsdóttir Foreldrar Birnu halda mikið upp á þessa mynd

„Okkur foreldrunum þætti vænt um ef fjölmiðlar myndu sýna okkur tillitssemi við útför Birnu á föstudaginn og taka ekki ljósmyndir á meðan jarðarförinni stendur og eftir hana.“

Þetta segja Brjánn Guðjónsson og Sigurlaug Hreinsdóttir, foreldrar Birnu Brjánsdóttur. Útför Birnu fer fram næstkomandi föstudag. Athöfnin fer fram í Hallgrímskirkju klukkan 15:00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en fólki er þess í stað bent á að styrkja Landsbjörgu.

Sjá einnig: Hún elskaði lífið – Þetta er Birna

Silla og Brjánsi eins og þau eru gjarnan kölluð hafa síðustu vikur lifað sína erfiðustu daga. Þau eru þó afar þakklát öllum þeim mikla fjölda sem hafa stutt við bakið á fjölskyldunni með einum eða öðrum hætti. Þá eru bæði Silla og Brjánn þakklát þeim mikla fjölda sem minntist dóttur þeirra í miðbæ Reykjavíkur um helgina en talið er að á bilinu sex til átta þúsund manns hafi gengið niður Laugaveg en margir lögðu blóm og kerti við Laugaveg 31 þar sem Birna sást síðast á öryggismyndavélum.

„Útför dóttur okkar verður opin þannig að fólk getur mætt,“ segir Sigurlaug og undir það tekur Brjánn.

„Við sem erum náin henni viljum síður að það sé tekin mynd af okkur að syrgja hana. Það er óþægileg tilhugsun. Við öll yrðum afar þakklát ef fjölmiðlar gætu sýnt okkur þá tillitsemi að fá að kveðja Birnu án þess að séu teknar af okkur myndir. Það myndi hjálpa okkur á þessum erfiðu tímum ef það er hægt að verða við því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kanslarinn hótar sniðgöngu Þýskalands ef Ísraelar verða reknir úr Eurovision – „Ísrael á heima þarna“

Kanslarinn hótar sniðgöngu Þýskalands ef Ísraelar verða reknir úr Eurovision – „Ísrael á heima þarna“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Úkraínumaður á Íslandi sagður hafa tekið þátt í að svindla á íslenskri konu

Úkraínumaður á Íslandi sagður hafa tekið þátt í að svindla á íslenskri konu
Fréttir
Í gær

Segja Ísraela hafa misþyrmt og niðurlægt Gretu Thunberg

Segja Ísraela hafa misþyrmt og niðurlægt Gretu Thunberg
Fréttir
Í gær

Vísindamenn spenntir – gæti líf fundist á tungli Satúrnusar?

Vísindamenn spenntir – gæti líf fundist á tungli Satúrnusar?