fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Fréttir

Nýr áfangastaður WOW air er Miami

Flogið verður 3 í viku frá og með 5. apríl

Kristín Clausen
Fimmtudaginn 8. september 2016 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag mun WOW air hefja sölu á flugsætum til Miami en flugfélagið mun hefja áætlunarflug þangað 5. apríl á næsta ári. Flogið verður til Miami þrisvar í viku, á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum allan ársins hring.

Flogið verður í nýrri Airbus A330 breiðþotu á Miami International flugvöllinn sem er í innan við hálftíma akstursfjarlægð frá hinum vinsæla áfangastað South Beach.

Góðar tengingar við karabíska hafið

Þá eru tengingar flugvallarins á fjarlægari slóðir einnig mjög góðar en þaðan er hægt að fljúga áfram til fjölmargra staða innan Suður-Ameríku, Mið-Ameríku og Karabíska hafsins. Þetta segir í tilkynningu frá flugfélaginu.

Þar segir jafnframt að Miami er áfangastaður sem á engan sinn líkan.

„Sjórinn við strendur Miami mælist jafnan einn sá hlýjasti við meginland Bandaríkjanna og sólardagar Miami eru 249 talsins á ári að meðaltali sem gerir þennan áfangastað kjörinn til að njóta hvítu strandanna allan ársins hring. Þá státar Miami einnig af fjörugu næturlífi og mikilli matarmenningu. Kúbversk áhrif eru þar áberandi en hvergi í Bandaríkjunum eru fleiri ættaðir frá Kúbu en í Miami og nýtur svæðið góðs af fjölbreytileikanum.“

Íbúar Flórída sýna Íslandi áhuga

Skúli Mogensen, eigandi og forstjóri WOW air, segir það ánægjulegt að vera fyrsta íslenska flugfélagið sem býður upp á ætlunarflug til Miami.

„Þannig höldum við áfram stefnu okkar að kynna nýja og spennandi áfangastaði á hagstæðum verðum fyrir farþega okkar. Ég þekki Miami vel af eigin raun og veit að þar geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Einnig höfum við nú þegar fundið fyrir miklum áhuga á Íslandi frá íbúum Flórídafylkis sem munu án vafa nýta sér lág fargjöld og sækja Ísland heim.“

Vilja styrkja leiðarkerfi með tengiflugi

Með þessum nýja áfangastað styrkir WOW air enn frekar leiðakerfi sitt með tengiflugi milli Norður-Ameríku og Evrópu með viðkomu á Íslandi. Markmiðið er að anna mikilli eftirspurn eftir flugi til og frá Norður-Ameríku. WOW air flýgur nú þegar allan ársins hring til Washington DC, Boston, Los Angeles, San Francisco, Toronto og Montréal og mun í haust hefja flug til New York.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Stór aðgerð í Vesturbæ Reykjavíkur – Viðbragðsaðilar á Hjarðarhaga

Stór aðgerð í Vesturbæ Reykjavíkur – Viðbragðsaðilar á Hjarðarhaga
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Trump er ósáttur – „Andlega óhæfur bjáni“

Trump er ósáttur – „Andlega óhæfur bjáni“
Fréttir
Í gær

Sigþór með skilaboð til reiða fólksins: „Forgangsröðunin verður að breytast núna ef ekki á illa að fara“

Sigþór með skilaboð til reiða fólksins: „Forgangsröðunin verður að breytast núna ef ekki á illa að fara“
Fréttir
Í gær

Gunni Helga reiður og pirraður: Áttaði sig á því í gær að launin hans hefðu lækkað – „Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað um þetta fyrr“

Gunni Helga reiður og pirraður: Áttaði sig á því í gær að launin hans hefðu lækkað – „Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað um þetta fyrr“