fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fréttir

Hættir sem formaður Samtakanna: Sér ekki eftir ákvörðun sinni

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 6. maí 2016 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef af persónulegum ástæðum ákveðið, í samráði við nánustu fjölskyldu og samstarfsfólk, að draga mig í hlé frá trúnaðarstörfum í Samtökunum ’78 um ótiltekinn tíma.“

Þetta segir Hilmar Hildar Magnúsarson í tilkynningu á Facebook-síðu sinni. Allt hefur verið á suðupunkti í Samtökunum 78, eftir að aðild BDSM samtakanna var samþykkt í annað sinn á félagsfundi Samtakanna. Í kjölfarið samþykktarinnar sögðu fjölmargir sig úr samtökunum þar á meðal Margrét Pála Ólafsdóttir, oftast kennd við Hjallastefnuna. DV hafði eftir Möggu Pálu:

„Síðan er ég algjörlega mótfallin stefnubreytingum Samtakanna 78 eins og inntaka BDSM samtakanna er að mínu mati, nema um það ríki almenn sátt allra félaga og að aðferðir stefnubreytinga séu hafnar yfir allan vafa samkvæmt félagslögum. Um hvorugt hefur verið hirt og því yfirgef ég fyrrum mannréttindasamtökin mín með meiri sorg í hjarta en orð fá lýst.“

Hilmar leggur áherslu á að ákvörðun hans sé tekin vegna heilsu hans og persónulegra haga. En segist ekki sjá eftir ákvörðun sinni að samþykkja aðild BDSM samtakanna.“

„Ég stend hér eftir sem hingað til fullkomlega með þeim ákvörðunum sem ég, stjórn og félagsfólk hafa tekið varðandi hagsmuni félagsins í opnu og lýðræðislegu ferli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rúnar í Glerborg fékk risasekt

Rúnar í Glerborg fékk risasekt
Fréttir
Í gær

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bók lýsir illum aðbúnaði barna og starfsfólks á íslensku munaðarleysingjaheimili í Kenýa – „Hrein og klár lygi“

Bók lýsir illum aðbúnaði barna og starfsfólks á íslensku munaðarleysingjaheimili í Kenýa – „Hrein og klár lygi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjö útköll hjá lögreglu í dag út af búðahnupli

Sjö útköll hjá lögreglu í dag út af búðahnupli