fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Finnst frábært að BDSM-félagið sé komið inn í Samtökin 78 en sér ekki ástæðu til að standa fyrir fræðslu í skólum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 6. mars 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

BDSM-félagið á Íslandi fékk aðild að Samtökunum 78 í gær. Inngangan er umdeild bæði utan en ekki síður innan samtakanna. Margir telja að bdsm-kenndir séu blæti eða tegund kynferðislegra langana en ekki kynhneigð líkt og til dæmis samkynhneigð. Aðrir telja að hér sé klárlega um kynhneigð að ræða. Nokkra athygli hafa vakið ummæli formanns BDSM-félagsins um að hann vilji koma að fræðlu um BDSM í skólum.

Samkvæmt frétt á Visir.is í gær var innganga BDSM-félagsins í Samtökin 78 samþykkt með 37 atkvæðum gegn 31 á aðalfundi samtakanna. Hilmar Hildarson Magnúsarson, formaður Samtakanna 78, sagði í samtali við Visir.is í gær að skiptar skoðanir hafi verið á málinu.

Í frétt á Pressunni þann 25. febrúar kom fram að eitt af helstu markmiðunum með inngöngu BDSM-félagsins í Samtökin 78 væri að geta sinnt fræðslu meðal unglinga í skólum.

dv.is ræddi stuttlega við Eld Ísidór, sem er virkur þátttakandi í baráttu og réttindamálum LGBT-fólks í Brighton. Eldur er afar ánægður með inngöngu BDSM-félagsins í Samtökin 78 en telur ekki rétt að slík samtök standi fyrir fræðslu í skólum:

„Mér finnst frábært að BDSM-samtökin séu nú komin undir regnhlífina. Æskilegra hefði verið að niðurstöður atkvæðagreiðslunnar hefði verið meira afgerandi, en hún sýnir að við sem erum hinsegin – öll á okkar hátt erum eins og hinir. Fordómarnir geta einnig leynst innan okkar raða. Við dílum bara við það og bætum úr því.“

SP: En hvað segirðu við þá sem segja að samkynneigð sé kynhneigð en bdsm sé ekki kynhneigð heldur bara blæti?

„Þetta argument heldur ekki vatni. Það þótti alls ekkert absúrd að segja þetta við samkynhneigða fyrir nokkrum áratugum síðan, enda var samkynhneigð flokkuð sem geðsjúkdómur lengi. Sama prinsipp gildir um BDSM-hneigð.“

SP: Finnst þér mikilvægt að fræða skólanemendur um a) samkynhneigð b) bdsm?

„Mér finnst sjálfsagt að taka fyrir í skólunum að það séu til allskonar kynhneigðir og að allar slíkar eru eðlilegar. Hins vegar finnst mér persónulega kannski ofaukið að fara beinlínis inn í skólana og kenna um ákveðnar kynhneigðir. Ef kenna á um kynhneigðir á annað borð, á það að gerast á hlutlausum grunni og á almennum nótum. En ég er ekki spenntur fyrir því endilega að samtök fari inn í skólana. Kennsluskyldan er hjá foreldrum og skólunum sjálfum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum