fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Sýknaðir af ákæru um grófa líkamsárás og frelsissviptingu gegn pari – Brotaþolar drógu framburð sinn til baka

Auður Ösp
Föstudaginn 2. desember 2016 13:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír karlmenn á fertugsaldri, sem ákærðir voru fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og frelssviptingu gegn pari, voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur nú í morgun. Brotaþolarnir í málinu drógu framburð sinn til baka við aðalmeðferð málsins. Frá þessu greinir Vísir.

DV greindi frá því í október síðastliðnum að umrætt atvik hefði átt sér stað við verslunarmiðstöðina Grímsbæ í Fossvogi í júlí 2014. Tveir sakborningana, Alvar Óskarsson, og Jónas Árni Lúðvíksson hafa áður hlotið þunga dóma fyrir aðild að umfangsmiklum fíkniefnamálum. Hlaut Alvar Óskarsson sjö og hálfs árs dóm árið 2008 fyrir aðild sína að Pólstjörnumálinu svokallaða á meðan Jónas Árni hlaut fimm ára dóm fyrir aðils sína að Papeyjarmálnu árið 2009.

Voru mennirnir sakaðir um að hafa veist að parinu, sem er á fimmtugs og sextugsaldri og slegið þau í andlitið með krepptum hnefa, auk þess að hafa tekið utan um háls konunnar og hert að. Þá voru þeir sakaðir um að hafa þvingað fólkið inn í bifreið en konan mun þá hafa komist út um glugga bifreiðarinnar og náð að flýja. Leitaði hún á lögreglustöð í kjölfarið og tjáði lögreglu að mennirnir hefðu kýlt sig svo fast í andlitið að það losnaði um tennur. Þá voru sakborningarnir grunaðir um að hafa því næst ekið með manninn í Garðabæ, haldið honum föngnum í bílnum í dágóða stund og veist að honum.

Læknir sem tók á móti manninum á sjúkrahúsi bar vitni fyrir dómi og sagði áverka mannsins hafa verið mikla og grófa.

Við aðalmeðferð málsins, sem dæmt var í nú í morgun sagði konan að mennirnir hefðu aldrei veist að þeim eða svipt þau frelsi sínu. Jafnframt kvaðst hún ekki muna hvernig áverkar hennar voru tilkomnir. Þá sagði maðurinn einnig að engin frelsissvipting hefði átt sér stað. Einnig breytti vitni í málinu framburði sínum og bar fyrir sig minnisleysi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“