fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Ragnar Hansson: Ég hef eytt hundruðum þúsunda í að reyna að eignast barn. En það hefur ekkert með kvikmyndagerð að gera

Gagnrýnir aðferðir keppinautar síns í myndbandasamkeppni

Ritstjórn DV
Laugardaginn 19. nóvember 2016 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndagerðarmaðurinn Ragnar Hansson er ósáttur við hvernig eiginkona keppinautar hans í drónamyndbandakeppni notar persónuleg vandamál sín og maka síns til að safna „like-um“ á myndband hans.

Nútíminn greinir frá þessu. Myndbandakeppin er fer þannig fram að þeir sem keypt hafa dróna af tegundinni Phantom 4 í iStore í kringlunni, geta sent inn myndbönd tekinn upp með drónanum og keppt um að fá sem flest „like“. Sá sem vinnur fær drónann endurgreiddan.

Ragnar var í efsta sæti í kepnninni en skyndilega fjölgaði „like-um“ við myndband keppinautarins ískyggilega hratt. Ragnar komast að því að kona umrædds Helga hafði deilt myndbandinu inn á Facebook hópinn Góða systir, sem telur um 50.000 meðlimi. Hún sagði frá því að hún og maður hennar ættu í erfiðleikum með að eignast barn og að vinningurinn myndi hjálpa þeim að borga fyrir smásjármeðferð. Hún bað meðlimi hópsins að hjálpa þeim og gera „like“ við myndbandið.

Ragnar gagnrýndi þessa aðferð. Hann sagðist sjálfur hafa reynt lengi að eignast barn og hafi þurft að borga fyrir meðferðir vegna þess. Það hefði aftur á móti ekkert með kvikmyndagerð að gera. Hann hvetur fólk til að fara inn á vef iStore og horfa á myndböndin og gera „like“ við það myndband sem því finnst best. Hann skýtur því einnig inn að það megi gera „like“ við sitt myndband.

Nú hefur færsla eiginkonu keppinautarins verið tekin út úr hópnum Góða systir. Stjórnandi hópsins Þórunn Antonía Magnúsdóttir skrifaði færslu í hópinn þar sem hún segir að hún hefði getað notað síðuna til að græða, gert samninga fyrir fyrirtæki um að leyfa þeim að auglýsa efst á síðunni eða notað hana sem vettvang til að biðja um að vinna like leiki. En það ætlar hún sér ekki að gera. Hún biður meðlimi hópsina að virða þetta.

Staðan í keppinni þegar þetta er birt er að Helgi hefur fengið rúmlega 4000 „like“ á sitt myndband er er langefstur í keppninni. Ragnar er í öðru sæti með rúmlega 1500 „like“.

Hér má sjá myndböndin 5 sem keppa til verðlauna Hér að neðan má svo sjá myndbandið þar sem Ragnar gagnrýnir keppinaut sinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa