fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Árásin í Vestmannaeyjum: Mun ekki þurfa að gangast undir mat geðlæknis

Auður Ösp
Miðvikudaginn 26. október 2016 16:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

23 ára karlmaður sem grunaður er um hrottalega líkamsárás og kynferðisbrot í Vestmannaeyjum mun ekki þurfa að gangast undir mat á geðheilbrigði. Lagði lögreglustjórinn í Eyjumfram kröfu þess efnis að lagt yrði mat á persónulegar aðstæður mannsins, hegðun hans og fyrri brot, þroska hans og heilbrigðisástand og þá sérstaklega geðheilbrigði. Maðurinn mótmælti þeirri kröfu og kvaddi Héraðsdómur Suðurlands í kjölfarið upp úrskurð þess efnis að hann þyrfti ekki að gangast undir mat. Sá úrskurður hefur nú verið staðfestur í Hæstarétti.

Lagði lögreglustjórinn í Eyjum til að geðlæknir yrði fenginn til verksins. Telur Hæstiréttur að beiðni lögreglustjóra sé ekki nógu skýr; þar komi ekki nægilega vel fram hvað eigi að meta og hvað lögregla telji að sanna megi með matinu. Þá telur Hæstiréttur að í matsbeiðninni komi ekki fram hver þörfin sé á matinu.

Fyrir dómi benti lögfræðingur hins grunaða á að matsbeiðninni væri ábótavant, þar kæmi til að mynda ekki fram hvað matið ætti að sanna og óljóst væri hvað ætti að meta.

Þá var bent á að hinum grunaða væri ekki skylt að veita atbeina sinn við rannsókn málsins eða að leggja lögreglu lið við að afla matsgerðar, sem mögulega gæti verið notað gegn honum á síðari stigum málsins.

Fannst nakin og köld

Fregnir af árásinni vöku mikinn óhug í síðasta mánuði. Brotaþolinn í málinu kona á fimmtugsaldri fannst utandyra í austurhluta bæjarins með alvarlega áverka á höfði og margvíslega áverka um líkamann, illa haldin og köld. Var hún afmynduð í andliti af áverkum og með blóðuga áverka við kynfæri. Grunur lék á að hún hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi og var hún flutt með sjúkraflugi á Landspítalann í Fossvogi þar sem gert var að sárum hennar. Reyndist hún vera höfuðkúpubrotin.

Líkt og fram hefur komið í greinagerð lögreglustjórans í Vestmannaeyjum um málið þá var ekki hægt að taka skýrslu af konunni vegna ástands hennar. Við myndatöku af áverkunum sagði hún við lögreglumann. „Hann vildi mig. “Konan útskrifaði sjálfa sig af Landspítalanum gegn læknisráði sökum þess að hún fann fyrirmiklu áreiti á spítalanum.

Hinn grunaði sat í gæsluvarðhaldi til 28. september en þá var kröfu um áframhaldandi gæsluvarhald hafnað í héraðsdómi. Sá úrskurður var staðfestur í Hæstarétti nokkrum dögum síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum