fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

„Námskeiðinu var ætlað að veita börnunum svigrúm til að segja sögu sína – sögu sem er mörkuð af stríði og skelfingu“

LJósmyndasýning í Hafnarfirði sýnir börn í flóttamannabúðum sem fóru á námskeið í skapandi skrifum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 22. október 2016 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sýrlenski flóttamaðurinn og læknirinn dr. Bashar Farahat stendur að ljósmyndasýningunni Skilaboð frá flóttamannabúðunum dagana 25. til 28. október. Ljósmyndirnar sýna börn sem búa í flóttamannabúðum í Líbanon þar sem 1,1 milljón flóttamanna frá Sýrlandi dvelur við einkar erfiðar aðstæður. Setningarnar sem prýða hverja mynd eru hluti af afrakstri barnanna sem sóttu smiðju í skapandi skrifum hjá dr. Bashar Farahat í flóttamannabúðunum.

„Námskeiðinu var ætlað að veita börnunum svigrúm til að segja sögu sína – sögu sem er mörkuð af stríði og skelfingu, minningum um flótta og leit að hæli og vernd. Ég vildi gefa þeim pláss til að deila sársauka sínum en einnig vonum, á sinn eigin hátt. Börnin sungu, dönsuðu, grétu, brostu, drógu upp mynd af draumum sínum og stundum skrifuðu þau skilaboð frá búðunum. Setningarnar á myndunum valdi ég af kostgæfni úr skrifum barnanna á námskeiðinu,“ segir dr. Bashar Farahat.

Þegar ég sný aftur til Sýrlands ætia ég að búa til tjald fyrir leikföngin mín
Shahd 11 ára Þegar ég sný aftur til Sýrlands ætia ég að búa til tjald fyrir leikföngin mín

Mynd: Amnesty International

Ljósmyndasýningin er haldin í samstarfi við Íslandsdeild Amnesty International. Gestum sýningarinnar verður boðið að skrifa skilaboð til barnanna í flóttamannabúðunum í Líbanon. Íslandsdeild Amnesty International, í samstarfi við dr. Bashar Farahat, mun tryggja að skilaboðin frá Íslandi rati rétta leið.

Mohammed Abdullah tók myndirnar og Shadi Jaber sá um uppsetningu. Dr. Bashar Farahat mun opna ljósmyndasýninguna formlega þriðjudaginn 25. október kl. 17:00 í Hafnarborg – menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar og stendur opnunin til kl. 19:00.

Aðeins fífl skjóta af byssum
Batoul 14 ára Aðeins fífl skjóta af byssum

Mynd: Amnesty International

Frjáls skrif ná til hjarta fólks með rödd sinni og ferðast um allan heim.
M Bayan 12 ára Frjáls skrif ná til hjarta fólks með rödd sinni og ferðast um allan heim.

Mynd: Amnesty International

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum