fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Íslenski hluti Plain Vanilla var í plús

Höfuðstöðvarnar í Reykjavík voru reknar með tekjum frá bandarísku móðurfélagi

Ritstjórn DV
Laugardaginn 22. október 2016 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Uppgjör íslenska félagsins sýnir ekki heildarstöðu Plain Vanilla en það er hins vegar rétt að rekstur þess sem slíkur skapaði talsvert af tekjum. Kostnaður bandarísks móðurfélags þess var aftur á móti meiri og við vorum ekki að sýna hagnað í raun og veru,“ segir Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi Plan Vanilla, um íslenska hlutafélagið PV Hugbúnaður sem skilaði 15,5 milljóna króna hagnaði í fyrra.

Ég hef verið að vinna í því að ganga frá öllu og tók mér líka kærkomið frí.

Samkvæmt nýjum ársreikningi félagsins námu rekstrartekjur þess í fyrra tæpum 1,3 milljörðum króna. PV Hugbúnaður átti þá eignir upp á 1,8 milljarða króna, þar af voru 1,6 milljarðar í formi krafna á tengd félög, og skuldaði 65 milljónir. Tekjurnar komu að sögn Þorsteins alfarið frá bandarísku móðurfélagi þess, Plain Vanilla Corp, sem gerði þjónustusamning við íslenska dótturfélagið, að kröfu bandarískra fjárfesta sem fóru inn í hluthafahóp tölvuleikjaframleiðandans árið 2013, sem rukkaði fyrir þróun spurningaleiksins QuizUp. Tekjur Plain Vanilla af auglýsingasölu í leiknum runnu aftur á móti til móðurfélagsins.

„Fjármagnið var geymt úti og þegar það þurfti að gera upp íslenska félagið við hver mánaðamót var millifært frá bandaríska félaginu til þess íslenska svo það dugði fyrir þeim kostnaði og það lítur því alltaf út að íslenska félagið skili hagnaði,“ segir Þorsteinn. Aðspurður segir hann að kostnaðurinn vegna sjónvarpsþáttarins sem Plain Vanilla vann að í samstarfi við bandarísku sjónvarpsstöðina NBC, sem var sleginn út af borðinu í ágúst síðastliðnum, komi ekki nema að hluta til fram í ársreikningi PV Hugbúnaðar.

„Það er enn þá okkar stefna að við ætlum hvorki að setja íslenska félagið né það erlenda í þrot. Ég hef verið að vinna í því að ganga frá öllu og tók mér líka kærkomið frí. Síðan erum við enn með tíu manna teymi úti sem er að vinna í því að koma appinu áfram,“ segir Þorsteinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna
Fréttir
Í gær

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku