fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Gróf 30 daga gamalt barn úr rústunum

Abu Kifah bjargaði kornabarni eftir sprengjuárás

Ritstjórn DV
Föstudaginn 30. september 2016 15:44

Abu Kifah bjargaði kornabarni eftir sprengjuárás

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í meðfylgjandi myndbandi sést sýrlenskur hjálparsveitarmaður brotna niður eftir að hafa dregið 30 daga gamalt stúlkubarn úr rústum byggingar. Byggingin var sprengd í tætlur í loftárás á borgina Idlib í Sýrlandi á fimmtudag.

Abu Kifah heitir maðurinn sem bjargaði stúlkunni úr rústunum en hann gróf af öllum mætti í tvo tíma eftir sprengjuárásina. Hún reyndist vera á lífi. Kifah bar stúlkuna upp í sjúkrabíl sem ók þeim á nærliggjandi sjúkrahús, sem var yfirfullt að vanda.

Að lágmarki 11 borgarar, þar af sjö börn, léstust í sprengjuárásunum á Idlib í vikunni. Í heilt ár hafa Rússar varpað sprengjum á Sýrland til að styðja Bashar al-Assad forseta.

Sprengjur Pútíns Rússlandsforseta hafa nú að sögn drepið fleiri en 3.800 óbreytta borgara. „Austurhluti Aleppo er orðinn að einum stórum vígvelli,“ hefur Daily Mail eftir Xisco Villalonga, verkefnisstjóra Lækna án landamæra.

Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að ástandið í Aleppo sé það versta sem upp hafi komið frá því stríðið í Sýrlandi braust út. Talið er að tala fallinna í stríðinu sé um 300 þúsund. Það eru næstum jafn margir og allir Íslendingar.

Talið er að um 35 læknar séu starfandi í austurhluta Aleppo, en þar hefur 250 þúsund manns verið innilokaðir frá því snemma í september.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
Fréttir
Í gær

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala
Fréttir
Í gær

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“