fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

„Jónína“ vann 75 milljónir í kaffipásunni: Ekki er allt sem sýnist

Ný svikamylla herjar á Íslendinga

Kristín Clausen
Þriðjudaginn 27. september 2016 14:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Jónína Rúnarsdóttir mætti á morgunvaktina hjá Bónus eins og alla daga, en það sem gerðist í pásunni hennar átti eftir að breyta lífi hennar að eilífu.“

Á þessum orðum hefst frétt sem birtist á á netinu og er fréttin eignuð „fréttasíðunni“ Daily News. Fréttin er þó engin frétt, heldur tilraun til að blekkja og svíkja Íslendinga sérstaklega. Í raun og veru andlit svikamyllu, í formi fjárhættuspils er heyrir undir Zodiac spilavítið svokallaða og, líkt og áður segir, er sérstaklega beint að Íslendingum.

Francisca veit ekkert um málið

Aðalmynd fréttarinnar er ekki af konu sem heitir Jónína Rúnarsdóttir heldur Francisca Mwansa, sem er starfsmaður í Bónus. Myndin er stolin af heimasíðu Bónuss og Francisca sjálf veit ekkert um málið. Viðtalið við Jónínu er sömuleiðis uppspuni frá rótum.

Eflaust kannast margir við andlit Franciscu en hún hefur um árabil glatt viðskiptavini með hlýlegu viðmóti. Francisca komst sömuleiðis í fjölmiðla eftir að vinkona hennar óskaði eftir aðstoð til að kaupa tölvu fyrir Franciscu en hún gat um tíma ekki talað við fjölskylduna sína sem býr Zambíu þar sem tölvan hennar bilaði og hún hafði ekki efni á ða kaupa nýja.

Francisca Mwansa.
Francisca Mwansa.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Að sjálfsögðu brást fólk vel við beiðninni og Francisca fékk nýja tölvu.

Vann uppæðina í kaffipásunni

Fréttin hefur komið upp hjá mörgum Íslendingum á Facebook í dag. Sá sem stendur að baki henni hefur greitt Facebook sérstaklega til að beina henni að Íslendingum með því að markmiði að sem flestir sjái fréttina og láti blekkjast.

Í „fréttinni“ segir að Jónína sé hamingjusöm tveggja barna móðir sem hafði glímt við fjárhagsáhyggjur í lengri tíma.

Til að láta enda ná saman hafði Jóhanna unnið myrkranna á milli þar til líf hennar umbreyttist á morgunvaktinni í Bónus fyrir tveimur vikum.

Á síðunni segir:

„Þegar hún var að vafra um Facebook í pásunni sinni, sá Jónína síðu á netinu sem var að gefa 80 fría snúninga. Þar sem hún hafði engu að tapa og átti fríar 15 mínútur, ákvað hún að freista gæfunnar. Það sem gerðist 10 snúningum og 9 mínútum síðar gjörbreytti örlögum fjölskyldu hennar AÐ EILÍFU.“

Í framhaldinu segir að með einum snúningi hafi Jóhanna unnið meira en tuttuguföld árslaun sín, eða $662,259 dollara sem nemur rúmlega 75 milljónum ISK, í Mega Moulah pottinum.

Hættuleg svikamylla

Svona birtist svikafréttin íslenskum notendum Facebook og hefur samfélagsmiðlinum verið sérstaklega greitt svo hún birtist fleirum.
Skjáskot af Facebook Svona birtist svikafréttin íslenskum notendum Facebook og hefur samfélagsmiðlinum verið sérstaklega greitt svo hún birtist fleirum.

Það er nokkuð augljóst að um svikamyllu er að ræða. Markhópur þeirra sem standa að baka síðunni eru Íslendingar. Nokkuð er vandað til verks með því markmiði að ná til sem flestra. Þó svo að textinn sé ekki alltaf í samhengi og nokkuð sé um málfarsvillur er þó ólíklegt að textinn komi beint af Google Translate.

Svo virðist sem nokkuð hafi verið vandað til verks.
Skjáskot af ummælum sem birtist fyrir neðan fréttina svokölluðu Svo virðist sem nokkuð hafi verið vandað til verks.

Að auki eru falskir Facebook aðgangar með íslenskum nöfnum notaðir fyrir neðan fréttina. Þar virðist, við fyrstu sýn, sem að ósköp venjulegt fólk sé að ræða um hversu vel fjárhættuspilið gefur.

Líkt og áður segir er augljóst að um svik er að ræða en í „fréttinni“ segir að yfir 240 íslenskir spilarar hafi nú þegar unnið peninga í fjárhættuspilinu. Því er full ástæða til að vara fólk við með því að deila þessari frétt áfram svo fólk verði ekki fyrir barðinu á þessum svikahröppum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum