fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Bónuskerfi Kaupþings samþykkt

Geta fengið samtals allt að 1.500 milljónir í bónusgreiðslur

Kristín Clausen
Þriðjudaginn 30. ágúst 2016 20:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú rétt í þessu, á aðalfundi eignarhaldsfélags Kaupþings á Hilton Nordica, var samþykkt tillaga um bónuskerfi til handa hópi starfsmanna og verktaka félagsins sem geta fengið samtals allt að 1.500 milljónir í bónus sem verður greiddur út ekki síðar en í apríl 2018.

Samþykkt með miklum meirihluta

Var tillagan samþykkt með miklum meirihluta atkvæða þeirra hluthafa sem mættu til fundarins en samkvæmt upplýsingum DV greiddi fulltrúi Eignasafns Seðlabanka Íslands, sem á 6 prósent hlut í Kaupþingi, hins vegar atkvæði gegn tillögu stjórnarinnar um bónuskerfi. Þá greiddi fulltrúi frá þrotabúi Baugs einnig atkvæði gegn tillögunni.

Sá hópur starfsmanna sem mun eiga rétt á slíkum bónusgreiðslum frá Kaupþingi verður um og yfir 20 manns. Að stórum hluta er um að ræða sömu starfsmenn og fengu bónus í sinn hlut í kjölfar þess að Kaupþing lauk nauðasamningum um síðastliðin áramót.

Gætu fengið yfir 100 milljónir

Í sumum tilfellum geta lykilstarfsmenn vænst þess að fá yfir 100 milljónir króna í bónus, samkvæmt heimildum DV, takist þeim að ná tilteknum markmiðum sem miða að því að hámarka virði óseldra eigna Kaupþings og þar með endurheimtur kröfuhafa félagsins. Stærsta einstaka eign Kaupþings er 87% hlutur í Arion banka.

Þó nokkrir þingmenn gagnrýndu bónusgreiðslurnar harðlega á Alþingi í dag. En líkt og áður hefur komið fram fara þær aðeins til örfárra lykilstarfsmanna og stjórnenda fjármálafyrirtækja.

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, leggur til að 90 til 98 prósenta skattur verði lagður á ofurbónusgreiðslurnar. Hann bendir á að bónusarnir jafnist á við ársveltu lítilla fyrirtækja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum