fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Ólympíufari gæti verið í vandræðum: „Mögulega drepinn eða stungið í fangelsi“

Feyisa Lilesa, sem varð í 2. sæti í maraþonkeppni Ólympíuleikanna, sendi yfirvöldum í Eþíópíu skýr skilaboð þegar hann kom í mark

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 22. ágúst 2016 22:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Feyisa Lilesa, eþíópískur langhlaupari sem lenti í 2. sæti í maraþonkeppni Ólympíuleikanna í gær, sendi eþíópískum yfirvöldum skýr skilaboð þegar hann kom í mark. Handabendingar hans gætu komið honum í vandræði þegar hann snýr aftur til heimalandsins.

Lilesa setti hendur í kross fyrir ofan höfuð til að sýna fólki af Oromo-þjóðarbrotinu stuðning. Þúsundir einstaklinga af þessu þjóðarbroti hafa verið á hrakhólum síðustu ár eftir að yfirvöld ákváðu að stækka höfuðborg landsins, Addis Ababa, og sölsa þar með undir sig svæði sem Oroma-fólkið býr á. Yfirvöld í Eþíópíu hafa verið sökuð um óhóflega hörku í garð Oroma-fólks af mannréttindasamtökum.

Lilesa sagði eftir hlaupið í gær að margir ættingja hans væru í fangelsi í Eþíópíu. „Ef þú talar um lýðræði ertu drepinn. Ef ég sný aftur til Eþíópíu verð ég mögulega drepinn, eða mér stungið í fangelsi. Ástandið í heimalandi mínu er eldfimt. Kannski þarf ég að setjast að í öðru landi. Ég var að mótmæla frelsisskerðingu fólks, hvar sem það er í heiminum,“ sagði hann.

Þess má þó geta að talsmaður yfirvalda í Eþíópíu sagði við AP-fréttastofuna í dag að ekkert væri hæft í ummælum Lilesa þess efnis að hans biði fangelsisrefsing í Eþíópíu. Þvert á móti yrði vel tekið á móti honum þegar og ef hann kýs að fara aftur til heimalands síns.

Eþíópía hefur um langt skeið verið eitt fátækasta land heims en uppgangur þar hefur samt sem áður verið talsverður á undanförnum árum. Það hefur leitt til meiri eftirspurnar eftir byggingarsvæðum í og við höfðborg landsins sem hefur þýtt að bændur hafa þurft að gera sér að góðu að flytjast búferlum, tilneyddir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum