fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Ný ofurflugvél getur komið farþegum á Íslandi til Los Angeles eða Beijing á klukkutíma

Reikna með að árið 2030 verði flogið daglega upp í geim

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 14. júlí 2016 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný farþegaþota getur breytt samgöngum varanlega og gert heiminn að enn minni stað en áður. Nýja Sabre-þotan ferðast á rúmlega 6500 kílómetra hraða á klukkustund sem gerir farþegum á Íslandi kleift að ferðast til Los Angeles á vesturströnd Bandaríkjanna eða Beijing í Kína rúmlega klukkutíma.

Geimferðastofnun Evrópu hefur nú fjárfest rúmlega 11 milljónum dala, eða 1,3 milljarði íslenskra króna í verkefnið og er vonast til að frumgerð vélarinnar verði tilbúin árið 2020. Vélin er einskonar samblanda af hefðbundnum þotuhreyfi og eldflaug sem gerir vélinni kleft fara nánast upp í geim og ferðast á fimm sinnum meiri hraða en hljóð, eða helmingi hraðar en Concorde.

Sabre er framleidd af Reaction Engines, tiltölulega litlu fyrirtæki í Bretlandi sem hefur unnið að þróun vélarinnar í meira en 20 ár. Alan Bond stofnandi fyrirtækisins segir markmiðið að breyta heiminum í eitthvað sem áður þekktist einungis í vísindaskáldskap:
„Árið 2030 verður aðgangurinn að geimnum líkari því sem við sjáum í vísindaskáldskap dagsins í dag. Flaugar geta þá flogið upp í geim og til baka daglega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“
Fréttir
Í gær

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“
Fréttir
Í gær

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld