fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Faldi kókaínið í golfkylfum: Dæmdur í 10 mánaða fangelsi

Mexíkóskt burðardýr tekið með rúm 370 grömm af kókaíni

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 30. júní 2016 20:00

Mexíkóskt burðardýr tekið með rúm 370 grömm af kókaíni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt mexíkóskan ríkisborgara í tíu mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir innflutning á fíkniefnum. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa, að beiðni nafngreinds aðila, staðið að innflutningi fíkniefna gegn greiðslu. Var maðurinn gómaður með samtals rúm 370 grömm af kókaíni sem búið var að fela í golfkylfum.

Kókaínið var með 72 til 74% prósenta styrkleika en hann var handtekinn á Keflavíkurflugvelli þann 24. apríl síðastliðinn. Hafði maðurinn, áður en hann lenti á Keflavíkurflugvelli, haft viðkomu í Brussel og Kaupmannahöfn, en efnin voru ætluð til sölu og dreifingar hér á landi.

Maðurinn játaði brot sitt skýlaust fyrir dómi, en í niðurstöðu dómsins kemur fram að ætlað verði að maðurinn hafi verið svonefnt burðardýr. Var það metið manninum til refsilækkunar að hann hafi sýnt samstarfsvilja við rannsókn málsins og þá hafi hann játað brot sitt strax.

Maðurinn var dæmdur í 10 mánaða fangelsi en til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem maðurinn hefur sætt vegna málsins frá því að hann var handtekinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí