fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Þetta hafa forsetaframbjóðendur greitt í kosningabaráttunni

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 24. júní 2016 21:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsetaframbjóðendur tóku þátt í umræðuþætti á Rúv í kvöld. Þar kom fram að framboð Guðna Th. Jóhannessonar hafi verið langkostnaðarsamast. Guðni greindi frá því að um þúsund manns hefðu styrkt framboð hans með fjárframlögum. Upphæðin sem safnaðist er vel á annan tug milljóna. Greindi Guðni frá að hann vissi ekki hver heildarkostnaðurinn væri.

Davíð Oddsson giskaði á að safnast hefði um sex til sjö milljónir króna. Sú upphæð gæti átt eftir að hækka. Halla Tómasdóttir talaði um einhverjar milljónir og kostnaður væri meiri en hún hafi ráðgert. Andri Snær taldi að kosningabaráttan myndi líklega kosta um 5 milljónir.

Elísabet Jökulsdóttir, Ástþór Magnússon, Sturla Jónsson, Guðrún Margrét Pálsdóttir og Hildur Þórðardóttir höfðu öll eytt mun minna í sína baráttu, eða vel undir milljón.

Elísabet Jökulsdóttir, Ástþór Magnússon, Sturla Jónsson, Guðrún Margrét Pálsdóttir og Hildur Þórðardóttir höfðu öll eytt mun minna í sína baráttu. Hildur sagði kostnað um 700 þúsund og Guðrún að hún hefði eydd innan við milljón. Elísabet og Sturla töldu að þau hefðu eytt um 400 þúsund en Ástþór greindi ekki frá upphæðinni sem framboð hans hefði kostað.

Elísabet Jökulsdóttir sagði:

„ … að í ljós hefði komið í kappræðum að þeir eru efstir sem hafa eytt mestum peningum“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum