fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Birgja sig upp af vegabréfum og kjörseðlum

Mótmælin í Frakklandi gætu haft áhrif á þá sem hyggjast fylgja íslenska liðinu á Evrópumótinu sem hefst 14. júní

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 31. maí 2016 21:00

Mótmælin í Frakklandi gætu haft áhrif á þá sem hyggjast fylgja íslenska liðinu á Evrópumótinu sem hefst 14. júní

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alda mótmæla hefur riðið yfir Frakkland undanfarin misseri vegna umdeildra breytinga á frönsku vinnumarkaðslöggjöfinni. Frönsk verkalýðsfélög hafa boðað til harðra mótmæla þann 14. júní næstkomandi, sama dag og Ísland hefur leik gegn Portúgal á Evrópumótinu í knattspyrnu. „Við vitum í raun ekkert hvernig þetta þróast. Átökin eru hörð,“ segir Berlind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í París, sem hvetur íslenska stuðningsmenn til þess að fylgjast vel með ástandinu. Sendiráðið, sem hefur birgt sig upp af vegabréfum og kjörseðlum vegna forsetakosninga, verður með viðveru í þeim borgum sem íslenska landsliðið spilar leiki sína í.

Frekari mótmæli fyrirhuguð

Mótmælin beinast gegn fyrirhuguðum breytingum á vinnumarkaðslöggjöf sem mun lengja hina 35 klukkustunda vinnuviku og gera atvinnurekendum auðveldara að ráða og segja upp fólki. „Það eru alltaf átök þegar einhverjar breytingar eru á vinnumarkaðslöggjöfinni hérlendis. Frakkar láta kröftuglega í sér heyra þegar þeim mislíkar eitthvað,“ segir Berglind. Að hennar sögn heldur ríkisstjórn Francois Hollande því fram að breytingarnar muni auka sveigjanleika á frönskum vinnumarkaði en mótmælendur telja að um aðför að atvinnuöryggi sé að ræða. Í vikunni er gert ráð fyrir að truflanir verði á lestarsamgöngum vegna verkfalla auk þess sem flugumferðarstjórar munu leggja niður störf 3.–5. júní með tilheyrandi röskunum. „Mótmæli í Frakklandi beinast yfirleitt gegn samgöngum. Það er því mikilvægt að hvetja íslenska ferðalanga til þess að fylgjast vel með áður en lagt er af stað,“ segir Berglind.

Mikið mun mæða á starfsfólki íslenska sendiráðsins á meðan Evrópumótinu í knattspyrnu stendur enda fordæmalaus fjöldi íslenskra ferðalanga væntanlegur.
Berglind Ásgeirsdóttir sendiherra Mikið mun mæða á starfsfólki íslenska sendiráðsins á meðan Evrópumótinu í knattspyrnu stendur enda fordæmalaus fjöldi íslenskra ferðalanga væntanlegur.

Nóg af vegabréfum og kjörseðlum

Það er nóg að gera í íslenska sendiráðinu í París því mikill viðbúnaður er vegna þátttöku Íslands í Evrópumótinu. „Í samstarfi við KSÍ munum við koma upp aðstöðu í þeim þremur borgum sem Ísland mun spila í, St. Etienne, Marseille og París. Þangað getur fólk leitað ef eitthvað bjátar á. Við erum búin að birgja okkur upp af vegabréfum og kjörseðlum ef ske kynni að einhverjir uppgötvi að þeir hafi gleymt að kjósa í forsetakosningunum nú eða ef ferðaplön breytast út af árangri íslenska liðsins,“ segir Berglind. Síðasti leikur Íslands í riðlakeppninni er gegn Austurríki þann 22. júní en forsetakosningarnar fara fram laugardaginn 25. júní.

Einstakt tækifæri til landkynningar

Allar þjóðir sem taka þátt í Evrópumótinu fengu boð um að kynna land sitt og menningu á bökkum Signu í París og það tækifæri greip sendiráðið fegins hendi í samstarfi við menntamálaráðuneytið og Íslandsstofu. „Við lítum á þátttökuna sem einstakt tækifæri til landkynningar í víðara samhengi. Fyrir utan kynninguna við Signu þá höfum við bókað pláss í risastórri bókabúð í St. Etienne þar sem íslenskar bókmenntir verða kynntar auk þess sem við gerum ráð fyrir svipaðri menningarkynningu í Marseilles. Frakkar eru afar móttækilegir fyrir því að tengja saman menningu og ferðalög. Við vitum um fjölmarga sem hafa ákveðið að heimsækja Ísland eftir lestur íslenskra bókmennta,“ segir Berglind.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum