fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Leið fimm hættir að keyra í Hádegismóa

Leið 16 eða 18 tekur við akstrinum

Kristín Clausen
Mánudaginn 30. maí 2016 08:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samgöngustjóri Reykjavíkur tekur undir tillögu um leiðarkerfisbreytingar hjá strætó sem felur í sér að akstri leiðar fimm í Hádegismóa verður hætt þegar haustáætlun Strætó bs. tekur gildi í ágúst.

Of kostnaðarsamt

Í minnisblaði til samgöngustjóra kemur fram að áætlaður kostnaður við akstur leiðarinnar sé fjórar milljónir króna á ári en samkvæmt farþegatalningu stígi að meðaltali aðeins fjórir um borð í vagninn aðra áttina og enginn í hina á virkum degi. Með því að hætta akstri um Hádegismóa verði leiðin sömuleiðis beinni og taki styttri tíma fyrir aðra farþega.

Leið sextán eða átján í Hádegismóa

Í minnisblaðinu segir sömuleiðis að skynsamlegra væri að láta leið sextán aka inn í Hádegismóa í stað leiðar fimm. Samgöngustjóri tekur einnig undir þá tillögu að leið átján aki um nýjan veg, Fellsveg, sem spari tíma í akstri. Af þeim tveimur möguleikum sem lagðir voru til á akstursleið milli Úlfarsárdals og Grafarvogs, telur samgöngustjóri að leiðin um Lambhagaveg og Reynisvatnsveg sé betri, bæði sé hún styttri og beinni og tryggi þjónustu við stúdentagarða við Reynisvatnsveg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við