fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Frábær Flugfélagshátíð Hróksins í Nuuk: Gleðin og vináttan að leiðarljósi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 30. maí 2016 10:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugfélagshátíð Hróksins í Nuuk lauk á laugardag með einvígi Steffen Lynge, lögreglumanns, tónlistarmanns og eins fremsta skákmanns Grænlands, og Hrafns Jökulssonar forseta Hróksins. Undanfarna viku hefur höfuðborg Grænlands iðað af skáklífi og liðsmenn Hróksins farið víða að útbreiða fagnaðarerindi skáklistarinnar, gleðinnar og vináttunnar.

Guðmundur Þorsteinsson, forstöðumaður athvarfs fyrir heimilislausa í Nuuk, og Asii Chemnitz Narup borgarstjóri í Nuuk með gjafir frá íslenskum fyrirtækjum.
Með íslenskar gjafir. Guðmundur Þorsteinsson, forstöðumaður athvarfs fyrir heimilislausa í Nuuk, og Asii Chemnitz Narup borgarstjóri í Nuuk með gjafir frá íslenskum fyrirtækjum.

Mynd: Hrókurinn

Í frétt frá Hróknum sagði Hrafn Jökulsson að það hefði verið einstakur heiður að standa að einvígi Jóhanns Hjartarsonar og Nigels Shorts í Nuuk: ,,Þeir eru goðsagnir í skáksögunni, og mikil forréttindi að hafa staðið að Grænlandsheimsókn þeirra. Báðir eru þeir snillingar, og auk þess með djúpan skilning á einkunnarorðum Hróksins: Við erum ein fjölskylda.“

Hrafn Jökulsson og Pétur Ásgeirsson sendiherra tefla í Nuuk-firði.
Teflt í bát. Hrafn Jökulsson og Pétur Ásgeirsson sendiherra tefla í Nuuk-firði.

Mynd: Hrókurinn

Einvígi Jóhanns og Shorts lauk með sigri Englendingsins eftir æsispennandi viðureign, en Hrafn segir að úrslitin séu algjört aukaatriði. ,,Megintilgangur með Flugfélagshátíðinni var að útbreiða gleði og vináttu. Við heimsóttum fangelsið hér í Nuuk, athvarf fyrir heimilislausa og efndum til fleiri viðburða sem fyrst og fremst höfðu það markmið að skapa gleði og bjartsýni. Skákfélagið hér í Nuuk fékk að gjöf mikinn fjölda taflsetta frá Flugfélagi Íslands, sem verður dreift í skólana hér í höfuðborginni.“

Skáksnillingarnir Nigel Short og Jóhann Hjartarson ásamt dómara Flugfélags-einvígisins í Nuuk, Omar Salama.
Skáksnillingarnir Nigel Short og Jóhann Hjartarson ásamt dómara Flugfélags-einvígisins í Nuuk, Omar Salama.

Mynd: Hrókurinn

Þetta var þriðja heimsókn Hróksins til Grænlands á þessu ári og framundan eru a.m.k. fjórar heimsóknir til viðbótar. Alls hafa liðsmenn Hróksins farið oftar en fimmtíu sinnum til Grænlands, síðan skáklandnámið hófst árið 2003.

Fjöldi fólks tefldi í Nuuk Center.
Fjöldi fólks tefldi í Nuuk Center.

Mynd: Hrókurinn

Hrafn segir að þakklæti sé efst í huga Hróksmanna eftir vel heppnaða Flugfélagshátíð: ,,Fjöldi einstaklinga og fyrirtækja hjálpuðu okkur við að gera þetta allt saman mögulegt. Það sem gerði þessa hátíð núna svo ánægjulega að meðal þátttakenda voru fremstu skákmenn heims, ráðamenn hér á Grænlandi, börnin í Nuuk, fangar, heimilislaust fólk og ótal vinir aðrir. Gleðin og vináttan eru okkar leiðarljós, og við þökkum öllum þeim sem gerðu dásamlega hátíð að veruleika.“

Fulltrúar Flugfélags Íslands á skákhátíðinni í Nuuk.
Flottar. Fulltrúar Flugfélags Íslands á skákhátíðinni í Nuuk.

Mynd: Hrókurinn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“