fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Ólöf Nordal ætlar að bjóða sig fram

Kemur tvíefld til baka úr krabbameinsmeðferð

Auður Ösp
Mánudaginn 23. maí 2016 22:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólöf Nor­dal, inn­an­rík­is­ráðherra og vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, hyggst gefa kost á sér í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík vegna alþing­is­kosn­inga í haust. Hún gefur ekki upp hvort hún muni sækjast eftir 1.sæti á lista.

Þetta kemur fram á vef mbl.is en Ólöf segist hafa viljað klára krabbameinsmeðferð sína áður en hún tilkynnti um þessa ákvörðunina. „Ég held ég láti fyrst kjör­dæm­is­ráð í Reykja­vík taka af­stöðu til þess hvaða leið verður far­in við val á lista. Svo þegar nær dreg­ur fara lín­urn­ar að skýr­ast. En ég held ég segi ekk­ert meira á þessu stigi.“

Hún segir mikilvægt að viðhalda efna­hags­leg­um ár­angri sem náðst hef­ur og halda áfram að byggja þjóðarbúið til framtíðar. Í framhaldinu af því megi huga að því hvernig bæti eiga það sem þarf að bæta, svosem húsnæðismál ungs fólks og uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. „Maður sér alltaf bet­ur og bet­ur hvað það skipt­ir miklu máli að vera með öfl­ugt og gott heil­brigðis­kerfi sem við get­um hallað okk­ur upp að þegar eitt­hvað bját­ar á,“ seg­ir hún.

Líkt og DV greindi frá er sjötti og þar með seinasta lyfjaskammturinn í krabbameinsmeðferð Ólafar nú yfirstaðinn og deildi hún þeim gleðitíðindum á Facebook á dögunum. Í samtali við mbl.is segist hún koma tvíefld til baka úr meðferðinni.

„Nú er bara sum­ar og sól framund­an þegar þingið lýk­ur störf­um og öll þjóðin fer að fylgj­ast með fót­bolt­an­um og svona. Þá er ágætt fyr­ir okk­ur sem erum að fara í kosn­ing­ar í haust að fara að hugsa um framtíðina og hvaða áherslu­mál okk­ur þykir skipta máli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“