fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
FréttirLeiðari

Margt má sjá í baksýnisspeglinum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 6. maí 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einkar áhugaverður fundur var haldinn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis á þriðjudag. Þar var til umfjöllunar skýrsla rannsóknarnefndar um fall sparisjóðanna. Eðli málsins samkvæmt fór mestur tími í að ræða málefni Sparisjóðs Keflavíkur sem síðar varð SpKef.

Hreinsunardeild hrunsins mætti í öllu sínu veldi. Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, og Gylfi Magnússon, fyrrverandi viðskiptaráðherra, ásamt fulltrúum Fjármálaeftirlits og Seðlabanka.

Íslenska ríkið tapaði 25 milljörðum á falli sparisjóðsins suður með sjó.

Fulltrúar Seðlabanka Íslands, sem veittu sparisjóðnum fyrirgreiðslu löngu eftir að hann var í raun gjaldþrota, sögðust á fundinum vera sammála skýrslunni um fall sparisjóðanna. Í henni er því haldið fram að um pólitísk afskipti hafi verið að ræða.

Fjármálaeftirlitið, sem gat litlar skýringar gefið á því af hverju sjóðurinn fékk ítrekað að halda áfram rekstri, vísaði á fjármálaráðuneytið – það þýðir á íslensku – pólitísk afskipti.

Þeir fyrrverandi ráðherrar, Steingrímur Joð og Gylfi, bentu báðir á að fólk hefði á þessum tíma verið að gera sitt besta og allir hefðu reynt að vinna eins gott starf og mögulegt hefði verið við þessar aðstæður. Samt eru þetta mennirnir sem bæði Seðlabanki og Fjármálaeftirlitið höfðu nýlega gefið í skyn að hefðu beitt pólitísku valdi sínu til að löngu gjaldþrota sparisjóðurinn fengi að lifa áfram.

Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, tilkynnti nýlega að hann ætlaði sér ekki að bjóða sig fram á nýjan leik. Hann væri búinn að sitja svo lengi á þingi. Steingrímur Joð hefur setið mun lengur á þingi en Ögmundur. Þetta mál, og sú ábyrgð sem hann viðurkennir ekki, ætti að hjálpa honum við að taka ákvörðun um að leita á ný mið. Hans svör fyrir nefndinni á þriðjudag voru ekki trúverðug.

Gylfi Magnússon viðhafði mörg stór orð í kjölfar hrunsins og kallaði meðal annars eftir því að skipt yrði um fólk á skútunni – það yrði að hreinsa til. Hann var heldur ekki tilbúinn að axla ábyrgð á þessu máli.

Það er eðlilegt að menn sem hafa gert mistök, og jafnvel farið illa með pólitískt vald sitt, verji sig. Það gerðu þeir félagar til hins ítrasta. Hitt er nú alltaf stórmannlegra að játa mistök og jafnvel biðjast afsökunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Í gær

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar
Fréttir
Í gær

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi
Fréttir
Í gær

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp