fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Fylgið tætist af Pírötum: Stuðningur við ríkisstjórnina eykst

Píratar mældust með 38,3 prósenta fylgi í mars – Mælist nú 28,9 prósent

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 4. maí 2016 10:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fylgi Pírata mælist nú 28,9 prósent á meðan fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 27,8 prósent. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar MMR á fylgi stjórnmálaflokka og stuðningi við ríkisstjórnina.

Könnunin sem um ræðir var framkvæmd dagana 22. til 26. apríl síðastliðinn og var heildarfjöldi svarenda 953 einstaklingar, 18 ára og eldri.

Píratar hafa mælst langstærsta stjórnmálaafl landsins undanfarna mánuði, en ef marka má könnun MMR hefur fylgið minnkað talsvert upp á síðkastið. Þannig mælist það nú 28,9 prósent og lækkaði um tæp 8 prósentustig frá síðustu könnun þegar það var 36,7 prósent. Þann 18.mars síðastliðinn mældist fylgi Pírata 38,3 prósent. Í niðurstöðum MMR segir að ekki mælist marktækur munur á milli Pírata og Sjálfstæðisflokks í nýjustu könnuninni.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aftur á móti aukist og nartar flokkurinn nú í hæla Pírata. Fylgið við Sjálfstæðisflokkinn mælist nú 27,8 prósent og jókst um rúm fimm prósentustig frá síðustu könnun. Þá mælist stuðningur við ríkisstjórnina nú 32,9 prósent, eftir að hafa mælst 26 prósent í síðustu mælingu og 32,4 prósent þar áður.

Fylgi Bjartrar framtíðar minnkaði um rúmlega tvö prósentustig frá síðustu mælingu og er nú 3,4 prósent. Fylgi Vinstri grænna jókst um rúmt prósentustig og mælist nú 14 prósent. Lítil sem engin breyting varð á fylgi Samfylkingarinnar sem mælist nú með 9,7 prósenta fylgi. Þá jókst fylgi Framsóknarflokksins um 2,5 prósentustig og er nú 11,2 prósent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa