fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Líkin fundust sextán árum síðar

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 2. maí 2016 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jarðneskar leifar Alex Lowe, sem var í hópi fremstu fjallgöngumanna Bandaríkjanna á sínum tíma, fundust á dögunum, sextán árum eftir að Lowe hvarf sporlaust í Tíbet.

Alex var fertugur þegar hann freistaði þess að komast á topp Shishapangma í Himalaya-fjallgarðinum, en fjallið er það fjórtánda hæsta í heimi. Ógæfan dundi yfir í október 1999 þegar snjóflóð hreif Lowe og félaga hans, ljósmyndaranum David Bridges, með sér.

Ekkja Alex, Jenni Lowe-Anker, segir að fjallgöngumenn hafi fundið lík þeirra Alex og Davids á dögunum. Jenni segir í samtali við Outside-tímaritið að hún sé þakklát fyrir að jarðneskar leifar fyrrverandi eiginmanns hennar séu nú fundnar.

Conrad Anker, besti vinur Alex, lenti einnig í snjóflóðinu en komst lífs af. Hann kvæntist síðar eftirlifandi eiginkonu vinar síns, Jenni, og gekk þremur börnum hennar og Alexs í föðurstað. Jenni, Conrad og drengirnir þrír, sem nú eru fullorðnir, ætla að fara til Tíbet í sumar og ná í jarðneskar leifar þeirra Davids og Alex og koma þeim heim til Bandaríkjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“