fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Fréttir

Árni Snævarr segir ólíðandi að yfirvöldum hafi ekki tekist að koma í veg fyrir árásirnar

Segir ráðamenn í Belgíu hafa búist við árásum – „Með ólíkindum að lögreglan skuli ekki hafa getað gert nokkurn skapaðan hlut“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 22. mars 2016 14:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árni Snævarr, starfsmaður Sameinuðu þjóðanna og býr í Brussel, segir það vera með ólíkindum að hryðjuverkamenn hafi tekist að gera árásir í Belgíu, þar sem ráðamenn þjóðarinnar hafi vitað að von væri á árásum.

Frá þessu greindi Árni í samtali við RÚV í morgun. Hann segir ólíðandi að yfirvöldum hafi ekki tekist að koma í veg fyrir árásirnar.

Árni bendir á að utanríkisráðherra landsins hafi komið fram í sjónvarpi um helgina og greint frá því að stjórnvöld óttuðust að hryðjuverk yrðu framin í landinu.

Sjá einnig: Hryðjuverkaárásir í Brussel: Að minnsta kosti 34 létust í árásunum

„Og það vekur auðvitað furðu að ef að menn bjuggust við hryðjuverkaárás að það skuli ekki hafa verið meiri viðbúnaður en raun ber vitni og með ólíkindum að lögreglan skuli ekki hafa getað gert nokkurn skapaðan hlut, ekki síst þegar að þeir hafa nú einn aðalhryðjuverkamanninn í haldi síðan á föstudag. Og samkvæmt þeim upplýsingum sem fengust út úr honum þá var eitthvað í gangi en samt tekst þeim ekkert að gera,“ segir Árni

Árni á þar við handtökuna á Salah Abdeslam, sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar í Belgíu 18. mars síðastliðinn. Abdeslam var daginn eftir handtökuna ákærður fyrir aðild sína að hryðjuverkunum í París, þar sem 130 manns létu lífið í nóvember á síðasta ári.

Sjá einnig: Búið að ákæra Abdeslam fyrir aðild að hryðjuverkunum í París

Hér má sjá viðtalið við Árna í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Stór aðgerð í Vesturbæ Reykjavíkur – Viðbragðsaðilar á Hjarðarhaga

Stór aðgerð í Vesturbæ Reykjavíkur – Viðbragðsaðilar á Hjarðarhaga
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Trump er ósáttur – „Andlega óhæfur bjáni“

Trump er ósáttur – „Andlega óhæfur bjáni“
Fréttir
Í gær

Sigþór með skilaboð til reiða fólksins: „Forgangsröðunin verður að breytast núna ef ekki á illa að fara“

Sigþór með skilaboð til reiða fólksins: „Forgangsröðunin verður að breytast núna ef ekki á illa að fara“
Fréttir
Í gær

Gunni Helga reiður og pirraður: Áttaði sig á því í gær að launin hans hefðu lækkað – „Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað um þetta fyrr“

Gunni Helga reiður og pirraður: Áttaði sig á því í gær að launin hans hefðu lækkað – „Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað um þetta fyrr“