fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Framsóknarþingmaður skorar á stjórnarandstöðu að leggja fram vantrauststillögu á Sigmund

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 21. mars 2016 19:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hvetur stjórnarandstöðuna til að leggja fram vantrauststillögu á Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Það gerði Þorsteinn í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2.

Líkt og kom fram á DV.IS blöskrar Þorsteini umræðan sem farið hefur fram um Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur og eignir hennar. Anna er eiginkona Sigmundar. Þorsteinn segir að vantrauststillaga myndi styrkja stöðu Sigmundar Davíðs, þegar allt kæmi upp á yfirborðið. Þorsteinn sagði:

„Ef að þetta er áhugamál hjá þeim og ef þeir telja sig fá eitthvað fram með því að gera þetta þá ættu þeir endilega að gera það. Það mun bara styrkja stöðu forsætisráðherra ef menn fara yfir þessi mál og hans störf.“

Þá sagði hann ennfremur að hans skoðun væri að öllum spurningum hefði verið svarað, meðal annars í greinargóðu bréfi Önnu.

Fyrr í dag sagði Þorsteinn nánast ómögulegt væri orðið að ráðast gegn Sigmundi og því væri gripið til þess ráðs að beina spjótum sínum að eiginkonu hans og eignum hennar. Þorsteinn segir það vera „nýjan kafla í lágkúruumræðu,“ enda alþekkt að Anna Sigurlaug sé velefnuð og engin leynd hafi hvílt yfir því.

„Það liggur fyrir að eiginkona forsætisráðherra hefur ef eitthvað er tapað eignum vegna þeirra aðgerða sem eiginmaður hennar hefur staðið fyrir. En hælbítarnir gefast ekki upp enda eru pólitísk samtök þeirra við það að þurrkast út. Það ætti ekki að koma neinum á óvart sem fylgst hefur með framgöngu þeirra undanfarin ár.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fékk þungan dóm fyrir að skjóta 3 vikna dóttur sína til bana með lásboga

Fékk þungan dóm fyrir að skjóta 3 vikna dóttur sína til bana með lásboga
Fréttir
Í gær

Jónas Már segir kolröng skilaboð send til barna – „Ekki minnist ég að hafa séð svona skilti í minni æsku“

Jónas Már segir kolröng skilaboð send til barna – „Ekki minnist ég að hafa séð svona skilti í minni æsku“
Fréttir
Í gær

Íslenskar konur komu hinni pólsku Aleksöndru á óvart – „Ég þekki konu sem á fimm börn með mismunandi mönnum og það angrar ekki neinn“

Íslenskar konur komu hinni pólsku Aleksöndru á óvart – „Ég þekki konu sem á fimm börn með mismunandi mönnum og það angrar ekki neinn“
Fréttir
Í gær

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gunnar fyrirgaf morðingja móður sinnar – „Var nýbúin að segja mér að hún væri bara reiðubúin að fara“

Gunnar fyrirgaf morðingja móður sinnar – „Var nýbúin að segja mér að hún væri bara reiðubúin að fara“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmæla sölu félagsheimilisins Hnitbjarga – Tvöfaldur íbúafjöldinn skrifað undir undirskriftalista á einum degi

Mótmæla sölu félagsheimilisins Hnitbjarga – Tvöfaldur íbúafjöldinn skrifað undir undirskriftalista á einum degi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi