fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Um 30 vopnaðir menn slógust blóðugir fyrir framan börn í Skeifunni: „Þetta var mjög hræðilegt“

Voru með hamar og kylfur – „Þetta voru engir unglingar“ – Fjórir handteknir – „Verið að útkljá einhver mál“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 7. febrúar 2016 13:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðja tug vopnaðra manna tóku þátt í blóðugum hópslagsmálum í Skeifunni síðdegis í gær. Slagsmálin áttu sér stað um klukkan 18 í gær og sáu fjöldi fólks slagsmálin, þar á meðal börn.

Þetta kemur fram í frétt RÚV en þar er haft eftir sjónarvotti af slagsmálunum. Hann segir það hafa verið hræðilegt að horfa á slagsmálin enda beittu mennirnir vopnum gegn hvor öðrum.

„Ég heyri einhver læti og kærastan mín fer bara aftur inn í bílinn og segir að það séu að byrja slagsmál. Við heyrum kallað fyrir aftan okkur og mikil læti og mikinn hasar í röddum mannanna. Svo kemur bara allt í einu hópur, svona kannski tuttugu til þrjátíu manns,“ segir sjónarvotturinn og bætir við:

„Allt vel fullorðnir menn, þetta voru engir unglingar, og mikill hávaði og æsingur eins og það væri verið að útkljá einhver mál.“

DV greindi frá málinu í morgun. Þar kom fram að mennirnir hefðu beitt kylfum og hamri í átökunum og að fjórir hefðu verið handteknir vegna málsins.

Sjá einnig: Hópslagsmál í Skeifunni: Kylfur og hamar fóru á loft

Samkvæmt sjónarvottinum var einn mannanna vopnaður hamri, og þá hafi annar haldið á hafnaboltakylfu. Hann segir mikinn óhug hafa slegið viðstadda, þar á meðal börn sem urðu vitni af slagsmálunum.

„Þetta var mjög hræðilegt, af því að þetta var klukkan sex um miðjan dag á besta tíma þarna í Skeifunni, þannig að þarna var ótrúlega mikið af fólki og mikil umferð sem mennirnir stoppuðu. Það var mjög sjokkerandi að sjá þetta og mikið af börnum þarna.“

Að sögn sjónarvottsins voru töluverðir áverkar á mönnunum sem tóku þátt í slagsmálum, og nokkrir þeirra urðu blóðugir. Hann segir að einn hafi haldið um andlitið sitt eftir að hafa trúlega verið nefbrotinn.

„Svo þegar þetta var búið þá létu sig eiginlega bara allir hverfa, þá fóru svona tíu tuttugu manns í burtu á núll einni. Þá voru svona sex eftir sem fóru bara og fengu sér sígarettu. Það var bara eins og þeir væru að bíða eftir lögreglunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar
Fréttir
Í gær

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi
Fréttir
Í gær

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp