fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Skotárás í Dublin: Árásarmennirnir voru í lögreglubúningum

Einn dulbjó sig sem kona – Skutu þekktan glæpaforingja til bana – Verið var að vigta hnefaleikakappa þegar árásin hófst

Ritstjórn DV
Laugardaginn 6. febrúar 2016 16:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árásarmennirnir sem hófu skothríð á Regency hótelinu í Dublin í gær voru klæddir eins og sérsveitarmenn lögreglunnar. Með dulargervinu tókst þeim að komast inn í hótelið með öflug skotvopn en þar fór fram vigtun hnefaleikakappa.

Frá þessu greina breskir miðlar í dag en þar hefur myndum af mönnum, sem tekin er skömmu áður en árásin hófst, verið birt. Þar sést að mennirnir eru klæddir í lögreglubúningum áður en þeir ráðast til atlögu.

Árásin beindist gegn glæpaforingjum sem sátu á meðal áhorfenda. Lögreglan í Dublin telur að árásarmennirnir hafi verið sex og að þrír af þeim hafi dulbúið sig sem lögreglumenn og hafið skothríð.

Í frétt MailOnline segir að tveir hafi staðið fyrir utan hótelið og gætt inngangsins á meðan einn var í sendiferðabíl sem árásarmennirnir notuðu til að komast undan.

Fram kemur að einn þeirra sem stóð við innganginn hafi verið dulbúinn sem kona. Í grein Irish Independent er haft eftir vitni sem segir að maðurinn sem dulbjó sig sem kona hafði hindrað fólk sem reyndi að flýja hótelsalinn.

Einn maður lést í árásinni og var sá þekktur glæpaforningi. Tveir aðrir særðust alvarlega í árásinni og eru þeir einnig þekktir glæpamenn í sama gengi og sá sem var myrtur.

Yfirvöld telja að árásarmennirnir séu úr öðru gengi í borginni og að um hefndarárás sé að ræða. Mikil átök hafa átt sér stað í undirheimum Dublinar síðasta árið og óttast lögreglan árásin sé upphafið af blóðugu stríði glæpagengja í borginni.

Árásin átti sér stað um klukkan hálf þrjú í gær, að staðartíma, og var hótelsalurinn var fullur af fólki þegar að árásin hófst. Árásin náðist á myndband (sjá neðst í frétt) en þar sést hversu mikil skelfing greip um sig þegar að skothvellir fóru að heyrast. Meðal annars má heyra litla stúlku kalla eftir föður sínum í mikilli geðshræringu.

Sjá einnig: Skotárás á hnefaleikavigtun í Dublin: „Pabbi hjálpaðu mér“

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=-O5rDDvVJwU?rel=0&hd=1&wmode=transparent]
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“