fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Dómur yfir Landsbankamönnum þyngdur: Sigurjón hlotið samtals fimm ára fangelsi

Dæmt í markaðsmisnotkunarmáli – Fjórir sakfelldir og í óskilorðsbundið fangelsi

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 4. febrúar 2016 16:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur Íslands þyngdi í dag dóm yfir Sigurjóni Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, í átján mánaða fangelsi. Áður hafði Sigurjón hlotið tólf mánaða fangelsisdóm í héraðsdómi.

Ívar Guðjónsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin fjárfestinga hjá Landsbankanum, var dæmdur í tveggja ára fangelsi og Júlíus S. Heiðarsson, fyrrverandi starfsmaður eigin fjárfestinga, fékk eins árs dóm. Þeir höfðu áður hlotið níu mánaða fangelsi í héraðsdómi, þar af voru sex mánuðir skilorðsbundnir. Sindri Sveinsson var dæmdur í níu mánaða fangelsi en hann var sýknaður í héraðsdómi. Dómarnir sem féllu í Hæstarétti í dag eru allir óskilorðsbundnir.

Málið snýr að markaðsmisnotkun skömmu fyrir hrun og var fjórmenningunum gefið að sök að hafa handstýrt hlutabréfaverði í bankanum í aðdraganda hrunsins. Í ákæru kom fram að markaðsmisnotkunin hafi verið framkvæmd að undirlagi Sigurjóns. Þannig voru gerð stór kauptilboð frá þeim sem sáu um fjárfestingar fyrir bankann með litlu innbyrðis verðbili í hlutabréf í bankanum. Þá hafi verið komið í veg fyrir eða hægt verulega á verðlækkun hlutabréfa í bankanum.

Sigurjón hafði áður hlotið þriggja og hálfs árs fangelsi í Ímon-málinu svokalla í Hæstarétti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fékk þungan dóm fyrir að skjóta 3 vikna dóttur sína til bana með lásboga

Fékk þungan dóm fyrir að skjóta 3 vikna dóttur sína til bana með lásboga
Fréttir
Í gær

Jónas Már segir kolröng skilaboð send til barna – „Ekki minnist ég að hafa séð svona skilti í minni æsku“

Jónas Már segir kolröng skilaboð send til barna – „Ekki minnist ég að hafa séð svona skilti í minni æsku“
Fréttir
Í gær

Íslenskar konur komu hinni pólsku Aleksöndru á óvart – „Ég þekki konu sem á fimm börn með mismunandi mönnum og það angrar ekki neinn“

Íslenskar konur komu hinni pólsku Aleksöndru á óvart – „Ég þekki konu sem á fimm börn með mismunandi mönnum og það angrar ekki neinn“
Fréttir
Í gær

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gunnar fyrirgaf morðingja móður sinnar – „Var nýbúin að segja mér að hún væri bara reiðubúin að fara“

Gunnar fyrirgaf morðingja móður sinnar – „Var nýbúin að segja mér að hún væri bara reiðubúin að fara“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmæla sölu félagsheimilisins Hnitbjarga – Tvöfaldur íbúafjöldinn skrifað undir undirskriftalista á einum degi

Mótmæla sölu félagsheimilisins Hnitbjarga – Tvöfaldur íbúafjöldinn skrifað undir undirskriftalista á einum degi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi