fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024

10 verstu einræðisherrar sögunnar

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 12. mars 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sægur er til af illmennum sem komust til valda með hræðilegum afleiðingum. Margir eiga það sameiginlegt að hafa verið hampað sem hetjum í upphafi valdatíðarinnar. Með tíð og tíma kom í ljós hversu illgjarnir og óhæfir leiðtogar þeir voru. Hér eru þeir 10 verstu.

 

  1. Robert Mugabe

Maðurinn með horröndina á efri vörinni var eitt sinn titlaður bjartasta von Afríku. Hann var frelsishetja nýlendunnar Suður-Ródesíu sem varð að Simbabve árið 1980. Snemma á ferlinum hóf hann að ofsækja hvíta bændur og tugþúsundir voru myrtar eða flæmdar úr landi. Þeir sem tóku við búunum gátu ekki haldið uppi matarframleiðslunni og hungursneyðir tóku við. Mugabe var steypt af hernum árið 2017 og settur í stofufangelsi.

  1. Idi Amin

Idi Amin Dada var einræðisherra í Úganda árin 1971 til 1979. Amin var áður kokkur í breska hernum og í stjórnartíð hans gekk sá orðrómur að hann eldaði fólk og æti það. Amin komst til valda með vopnavaldi og beitti mikilli hörku allan sinn feril. Hundruð þúsunda voru myrt eða hurfu sporlaust, flestir úr Acholi- og Lango-ættbálknum. Amin var skrautleg persóna og leit á sig sem konung og sigurvegara. Hann var að lokum sendur í útlegð.

  1. Vilhjálmur II

Vilhjálmur var síðasti keisari Þýskalands og dreymdi mikla stórveldisdrauma. Á fyrstu árum 20. aldarinnar var hans helsti draumur að leggja undir sig Ameríku og lét hann þrisvar sinnum skipuleggja árásir á landið. Vilhjálmur var sá sem bar hvað mestu ábyrgðina á fyrri heimsstyrjöldinni þar sem milljónum manna var att út í forað dauðans. Þjóðverjar beittu gasi og eldvörpum í stríðinu til að valda sem mestum ótta. Hann flúði til Hollands eftir stríðið.

  1. Kim Il-sung

Hinn fyrsti og „eilífi“ leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Il-sung, olli dauða milljóna þegna sinna á nærri hálfrar aldar valdatíð sinni. Flestir dóu í Kóreustríðinu sem hófst skömmu eftir að Il-sung komst til valda. Bardagarnir stóðu yfir í þrjú ár og skiluðu engu því landamærin enduðu á sama stað. Liðu svo árin og smám saman breyttist Norður-Kórea í eitt hræðilegasta ríki heims. Íbúarnir sultu en herinn efldist.

  1. Pol Pot

Pol Pot var aðeins leiðtogi Kambódíu í nokkur ár á áttunda áratugnum en hann komst til valda eftir að Bandaríkjamenn útfærðu Víetnamstríðið til landsins. Talið er að rúmlega tvær milljónir hafi farist, eða fjórðungur Kambódíumanna, frá 1975 til 1979. Pol Pot rak fólk úr borgum í sveitir, ofsótti menntafólk og neyddi börn til að rísa upp gegn foreldrum sínum. Víetnamar ráku hann frá völdum árið 1979.

  1. Nicolae Ceausescu

Þegar Ceausescu komst til valda í Rúmeníu árið 1965 þótti hann framsæknasti og nútímalegasti leiðtogi Austur-Evrópu – ljós í myrkrinu. Ekki leið á löngu þar til það snerist við og þótti alræði hans slá bæði Sovétmönnum og Austur-Þjóðverjum við. Á áttunda áratugnum fór efnahagurinn á hliðina og Ceausescu seldi matvælin úr landi sem orsakaði eiginlega hungursneyð á þeim níunda. Þegar kommúnisminn féll voru Ceausescu og kona hans Elena leidd fyrir aftökusveit, á sjálfan jóladag árið 1989.

  1. Benito Mussolini

Mussolini komst til valda í Ítalíu í kjölfar fyrri heimsstyrjaldarinnar og reyndi að byggja upp nýtt Rómaveldi. Hann náði hins vegar einungis Albaníu og Eþíópíu með eigin herafla og þurfti að hanga í pilsfaldinum hjá Adolf Hitler. Mussolini var samsekur í hildarleiknum og varð að lokum hataður af eigin þegnum. Hann og eiginkona hans voru drepin, líkin hengd upp til sýnis og almenningur kastaði mannaskít í þau.

  1. Maó Zedong

Maó var guðfaðir Alþýðulýðveldisins Kína og stýrði því með harðri hendi til dauðadags árið 1976. Maó var hetja úr seinni heimsstyrjöldinni og hróður hans jókst þegar hann bjargaði Norður-Kóreumönnum í Kóreustríðinu og lagði undir sig Tíbet. Hróðurinn minnkaði hins vegar á sjöunda áratugnum þegar hann kvaddi Kínverja til þegnskylduvinnu í „stóra stökkinu“ og um tuttugu milljónir týndu lífinu í hungursneyð. Þá hófst einnig mikið ofstæki menningarbyltingarinnar.

  1. Jósef Stalín

Varla þarf að kynna Stalín og hans voðaverk fyrir lesendum. Stalín komst til valda í Sovétríkjunum eftir dauða Lenín árið 1924. Skömmu síðar hófust ofsóknir á hendur óvinum og ímynduðum óvinum Stalín, eða „hreinsanir.“ Stalín varð að hetju í seinni heimsstyrjöldinni og litu þá margir fram hjá því að um tíu milljónir hefðu dáið í hungursneyðum vegna ákvarðana hans. Stalín dó árið 1953.

  1. Adolf Hitler

Hitler er sjálfkjörinn í efsta sæti listans. Hann er frægasta illmenni sögunnar og kvaldi ekki einungis eigin þegna heldur þegna allrar Evrópu. Hitler komst til valda með lýðræðislegum leiðum og hóf snemma ofsóknir á hendur kommúnistum og gyðingum. Hann hóf blóðugustu styrjöld sögunnar þar sem allt að 85 milljónir manna týndu lífinu. Þar að auki stundaði hann iðnaðarmorð á minnihlutahópum. Hitler framdi sjálfsvíg árið 1945.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Sjáðu markið: Hólmar kom Val yfir eftir frábæra hornspyrnu Gylfa

Sjáðu markið: Hólmar kom Val yfir eftir frábæra hornspyrnu Gylfa
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

KFA staðfestir komur Þórðar Ingasonar

KFA staðfestir komur Þórðar Ingasonar