fbpx
Mánudagur 01.desember 2025

Foreldrar og barn drukknuðu á sömu slóðum en ekki á sama tíma

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 17. febrúar 2019 19:30

Hvítá Tók líf heillar fjölskyldu á þrjátíu ára tímabili.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um miðja átjándu öld giftist Páll Þórðarson Dagrúnu Jónsdóttur. Bæði voru þau tengd Skálholtssetrinu. Hann var sonur staðarráðsmannsins en hún systir skólameistarans. Árið eftir giftinguna kom barn undir hjá hjónunum.

Dagrún var ófrísk heima þegar Páll reið frá Skálholti til að sækja brúðkaupsveislu hjá Einari Jónssyni að Hjálmholti. Þegar þeir komu að ferjustaðnum var þar enginn en Páll vildi ólmur komast yfir. Hann reið út í ána og drukknaði þar.

Dagrún fæddi son sem fékk nafnið Gísli og sótti skóla í Skálholti. Eitt sinn var hann á leið til Skálholts og kom að Spóastöðum þar sem ferjað var yfir Brúará, sem sameinast Hvítá fyrir sunnan Skálholt. Líkt og faðir hans varð hann þreyttur á að bíða eftir ferjumanni, reið í ána og drukknaði. Lík Gísla fannst hins vegar aldrei.

Eftir að hafa misst bæði eiginmann og einkason á þennan hátt mætti halda að Dagrún sjálf forðaðist ána. Árið 1778 reið hún við þriðja mann frá Auðsholti til Skálholts til þess að sækja kirkju. Var Hvítá þá frosin en ísinn veikur. Unglingspiltur komst gangandi yfir ána en þegar Dagrún gekk á eftir honum brotnaði ísinn og hún féll í vök. Samferðafólki hennar tókst ekki að bjarga henni upp úr vökinni og drukknaði hún því þar líkt og Páll og Gísli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 14 klukkutímum

Björn Jón skrifar: Íslenskan í forgrunni

Björn Jón skrifar: Íslenskan í forgrunni
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Töluvert halli á erlendar konur í heimilisofbeldismálum – Fái ekki túlkaþjónustu og ofbeldismennirnir hræði þær með lygum

Töluvert halli á erlendar konur í heimilisofbeldismálum – Fái ekki túlkaþjónustu og ofbeldismennirnir hræði þær með lygum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hörmungar Liverpool settar í samhengi – „Menn eru helvíti fljótir að gleyma“

Hörmungar Liverpool settar í samhengi – „Menn eru helvíti fljótir að gleyma“
Eyjan
Fyrir 18 klukkutímum

Björg Magnúsdóttir: Mér fannst erfiðast að þurfa að taka upp símann

Björg Magnúsdóttir: Mér fannst erfiðast að þurfa að taka upp símann
Fréttir
Í gær

Gömul ummæli Jóns Péturs um einkunnakerfi rifjuð upp – Var ekki hrifinn af tölunum og fagnaði nýju kerfi

Gömul ummæli Jóns Péturs um einkunnakerfi rifjuð upp – Var ekki hrifinn af tölunum og fagnaði nýju kerfi
Pressan
Í gær

Telja sig hafa leyst ráðgátuna um hina dularfullu blóðsugu „chupacabra“

Telja sig hafa leyst ráðgátuna um hina dularfullu blóðsugu „chupacabra“