fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fókus

Voru þetta geimverur á ferð við Ísland? „Ég er handviss um að það sem ég sá kom frá annarri plánetu“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 20. janúar 2019 12:00

Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Graham Bethune starfaði sem flugmaður í bandaríska flotanum um miðja síðustu öld. Tuttugu ár eru liðin síðan hann kom fyrst fram og sagði sögu sína af því þegar hann sá það sem hann telur hafa verið fljúgandi furðuhlut í námunda við Ísland árið 1951.

Eins og borg um nótt

Graham Bethune
Hefur sagt sína sögu í 20 ár.

Bethune fékk flugmannsréttindi árið 1943 og tók þátt í njósnaflugi á Atlantshafi í stríðinu. Var bandaríski flotinn þá að leita að þýskum kafbátum. Eftir stríðið hélt hann áfram að fljúga fyrir herinn og árið 1950 var hann sendur á herstöðina í Keflavík. Að eigin sögn til að bregðast við dularfullum ljósum sem hefðu sést úti á hafi. Lék þá grunur á að þetta væru tilraunavopn Sovétmanna.

Í kjölfarið flaug Bethune frá Keflavík til Ardentia í Nýfundnalandi í Kanada, þann 9. febrúar árið 1951. Um 30 manns voru í vélinni. Um 480 kílómetrum suðvestan við Keflavík segist Bethune hafa séð óútskýrð ljós, rétt yfir hafinu, um klukkan eitt um nótt. Bethune sagði fyrst frá þessu árið 1999 og hefur hann haldið þessari sögu fram allar götur síðan. Í viðtali árið 2013 sagði hann:

„Þetta var eins og að fljúga yfir borg um miðja nótt. Ljósið var umlykjandi sem erfitt var að skilgreina. Ég horfði á þetta um stund og lét meðflugmann minn, Fred, vita. Hann gat heldur ekki áttað sig á því hvað þetta var. Það voru engin skip eða neitt annað nálægt. Veðrið var stillt og það voru engin norðurljós samkvæmt veðurtilkynningunni. Við héldum þá að við hefðum flogið af leið og værum kannski komnir að strönd Labrador eða Grænlands.“

Skjölin
Bethune og aðrir farþegar yfirheyrðir í Kanada.

Ljós og hávaði

Flugmaður
Segist hafa séð furðuhlut árið 1951.

Samkvæmt stjórnstöðinni var flugvélin á réttum stað. Bethune og félagi hans héldu áfram að fylgjast með ljósunum. Bethune segir að ljósin hafi myndað ákveðið mynstur og grunaði hann að bandaríski flotinn væri að stunda eitthvað leynilegt þarna.

„Þetta voru hringir, gríðarlega stórir en ég get ekki sagt nákvæmlega hversu stórir,“ sagði Bethune og einnig að fleiri hafi verið komnir fram í stjórnklefann til að fylgjast með þessu. „Hringirnir risu mjög hratt upp úr sjónum, á aðeins einni sekúndu eða svo. Ljósið kom þá í okkar hæð og var svo bjart að ég gat ekki séð neitt annað en stjórnklefann. Þá vissi ég ekkert hvert ég ætti að stýra vélinni en heyrði mikinn hávaða.“

Bethune sagði ljósið síðan hafa verið hægra megin við flugvélina í svolitla stund, kannski í um átta kílómetra fjarlægð. Þá segist hann hafa séð að þetta væri flugfar með hvelfingu en þeim fannst engu að síður ekki standa nein ógn af því. Bethune ræddi þetta við lækni sem var um borð og læknirinn sagðist hafa séð fljúgandi furðuhlut, þótt hann tryði ekki á þá.

Meðflugmaðurinn tilkynnti þetta í gegnum talstöðina en Bethune sagðist ekki vilja að neinn myndi frétta af þessu. Við lendinguna í Ardentia voru allir um borð yfirheyrðir um þetta atvik. Bethune frétti hins vegar ekkert frekar af þessu atviki fyrr en árið 1991 þegar hann komst yfir skjöl málsins. Vitnisburðir þeirra sem voru um borð í vélinni voru allir keimlíkir en enginn annar en Bethune hefur stigið fram og sagt frá þessu atviki.

„Ég er handviss um að það sem ég sá kom frá annarri plánetu. Á þessum tíma áttum við ekkert svona stórt sem gat hreyft sig svona hratt.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því