fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

TÍMAVÉLIN: Erjur í Fljótshlíð enduðu með taglklippingu

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 10. júní 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðan á landnámsöld hefur slegið í brýnu milli bænda á Suðurlandi. Ein slík erjan var háð um miðjan tíunda áratug síðustu aldar, milli ábúenda á Eyvindarmúla og Hlíðarendakots í Fljótshlíð.

Snerist sú deila um lausagöngu hrossa Eyvindarmúlamanna og fór svo að sjö hross voru taglklippt og var það kært til sýslumanns.

Benóný Jónsson viðurkenndi að hrossin hefðu farið inn á landareign Hlíðarendakots en taldi það byggt á gamalli hefð.

Benóný sagði „óþarfa að níðast svona á skepnunum“ sem hafði þó ekki orðið meint af, en útlitslegt verðmæti hrossanna minnkaði engu að síður.

Gerendurnir á Hlíðarendakoti sögðust hins vegar aðeins hafa verið að snyrta þá og að yfirgangur Eyvindarmúlafólks yrði ekki liðinn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir