fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025

Þurfti að læra að borða og tala upp á nýtt

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 7. maí 2020 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katie Johnson, 21 árs, gekkst undir tvöfalda kjálkaaðgerð í júní 2018. Síðan þá hefur líf hennar breyst en hún þurfti að læra að borða og tala upp á nýtt. Katie deilir myndum af sér fyrir og eftir aðgerðina á TikTok og hefur myndbandið fengið yfir fjórtán milljón áhorf. Þú getur horft á myndbandið neðst í greininni.

Katie var með stórt undirbit fyrir aðgerð. Undirbit, eða „skúffubit“ eins og það er stundum kallað, þýðir að framtennur neðri góms sitja framar en framtennur efri góms.

Katie var einnig með krossbit.

Katie segir að hún hafi tapað allri tilfinningu í neðri vör, höku og góm eftir aðgerðina.

„En ég er vön því svo það truflar mig ekki,“ segir hún.

Fyrir aðgerð.

Áður en Katie fór í aðgerðina var hún mjög óörugg. Henni var strítt alla skólagönguna og krakkar gátu stundum verið mjög grimmir við hana.

„Það var gert grín af mér og ég gat ekkert gert. Ég forðaðist myndavélina allt mitt líf […] Mér fannst eins og fólk sæi bara undirbitið,“ sagði hún í einlægri færslu á Facebook fyrir ári síðan.

Katie í dag.

Það eru komin tvö ár síðan Katie undirgekkst aðgerðina og segist hún vera mjög hamingjusöm í dag. Hún segist einnig vera sterkari fyrir vikið.

Katie strax eftir aðgerð.

Það munaði hins vegar litlu að hún færi ekki í aðgerðina.

„Ég hafði þegar hætt þrisvar sinnum við aðgerðina en fór að lokum í hana. Hún breytti lífi mínu. Batinn var allt annað en auðveldur en algjörlega þess virði. Ég þurfti að læra að tala og borða upp á nýtt,“ segir hún.

„Mér hefði aldrei dottið í hug að ég myndi elska að brosa. Og það er svo miklu auðveldara að borða!“

Í dag elskar Katie að brosa.

Sjáðu myndbandið.

@katiejohn23Can’t believe it’s been 2 years since I said goodbye to my biggest insecurity. ##doublejawsurgery ##transformation♬ something traumatic – courtneyleehewitt

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Dóttir Bruce Willis deilir sorglegum fréttum af föður sínum

Dóttir Bruce Willis deilir sorglegum fréttum af föður sínum
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Framhaldsskólar: Guðmundur Ingi heimsótti FAS – hefur nú heimsótt alla framhaldsskóla

Framhaldsskólar: Guðmundur Ingi heimsótti FAS – hefur nú heimsótt alla framhaldsskóla
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þrjú ensk stórlið á eftir sjóðheitum framherja spænska landsliðsins

Þrjú ensk stórlið á eftir sjóðheitum framherja spænska landsliðsins
Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

„Maðurinn minn kallar nafn fyrrverandi í svefni“

„Maðurinn minn kallar nafn fyrrverandi í svefni“
Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir
Fréttir
Í gær

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“
Fókus
Í gær

Spegill Þjóðar: Ógleymanleg augnablik í hálfa öld – raddir fléttast saman

Spegill Þjóðar: Ógleymanleg augnablik í hálfa öld – raddir fléttast saman

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.