fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025

Læknar ætluðu ekki að endurlífga börnin hennar – Ótrúlegar myndir

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 7. ágúst 2020 12:37

Lura með dóttur sinni, Lyric. Mynd: The Sun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lura Lauer, 28 ára, var komin 22 vikur á leið þegar hún fékk skyndilega hríðir þann 15. júlí síðastliðinn, fjórum mánuðum fyrir settan fæðingar dag. Henni var sagt að börn sem fæðast fyrir 24. viku hafa litlar sem engar lífslíkur.

Lura fæddi tvíburastúlkur, en önnur stúlkan, sem fékk nafnið Cali, lést aðeins tveggja daga gömul. Sú sem lifði af fékk nafnið Lyric. Hún er þriggja vikna gömul í dag og er litla hetja foreldra sinna sem hafa haldið fast í vonina í gegnum allt ferlið.

Lura sagði Fabulous Digital sögu sína og deildi með þeim ótrúlegum myndum af litlu hetjunni.

Lyric er þriggja vikna í dag.

Ætluðu ekki að endurlífga börnin

Lura fékk hríðir 15. júlí, þegar hún var gengin 22 vikur og 3 daga. Hún fór fyrst á sjúkrahúsið í bænum sínum en þar fékk hún þær hræðilegu fréttir að þar myndu læknarnir ekki endurlífga börnin þar sem sjúkrahúsið hafi ekki aðstöðu fyrir fyrirbura sem fæðast fyrir 24. viku.

„Læknirinn sagði að ef ég myndi fæða stelpurnar þennan dag þá þyrfti ég strax að kveðja þær því þær myndu ekki lifa það af. Hann sagði að þau hefðu ekki tök á því hugsa um svona ung börn. Mér leið eins og ég væri stödd í martröð,“ segir Lara.

Tvíburarnir.

Hún og eiginmaður hennar tóku ákvörðun um að fara á annað sjúkrahús sem hafði betri vökudeild fyrir fyrirbura.

Læknum tókst ekki að stöðva hríðarnar og fæddi Lura báðar stelpurnar.

„Ég heyrði þær báðar gráta og þær önduðu báðar, sem var jákvætt. En þær voru strax færðar úr herberginu, áður en ég fékk að halda á þeim. Það voru um tuttugu manns í herberginu og þetta var allt mjög ógnvekjandi.“

Cali var um 480 grömm þegar hún fæddist og Lyric var 510 grömm. Þær voru báðar rétt tæpir 28 cm á lengd. Foreldrarnir fengu fljótt að vita að Lyric væri í betri stöðu en Cali, sem lést tveimur dögum seinna.

Litla hetjan hún Lyric.

Lyric hefur þurft að fara í nokkrar aðgerðir síðan hún fæddist en hefur staðið sig eins og hetja í gegnum allt saman.

„Læknirinn sagði að Lyric kæmi þeim á óvart á hverjum degi. Hún er sannkallað kraftaverk,“ segir Lura. „Þegar þær fæddust gáfu læknarnir þeim aðeins tíu prósent lífslíkur.“

Lura. Mynd: The Sun

Deildi myndum á samfélagsmiðlum

Lura deildi myndum af Lyric á samfélagsmiðlum og vöktu þær mikla athygli. Í kjölfarið fékk hún skilaboð frá mæðrum víðs vegar um heiminn, allt frá Istanbúl til Kanada, sem eignuðust börn á 22. viku sem eru heilsuhraust í dag.

„Ég skil ekki af hverju svona mörg sjúkrahús endurlífga ekki börn á þessum aldri, því það er alveg mögulegt að þau lifi af. Lyric er dæmi um það og þess vegna vildi ég deila sögu hennar.“

Lura fékk að halda á Lyric í fyrsta sinn á laugardaginn og var það mjög tilfinningarík stund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gjörbreytt útlit stjörnunnar vekur athygli

Gjörbreytt útlit stjörnunnar vekur athygli
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Var algjörlega ómeðvitaður um hörmungarnar sem áttu sér stað fyrir neðan hann

Var algjörlega ómeðvitaður um hörmungarnar sem áttu sér stað fyrir neðan hann
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Segja mikið drama hafa átt sér stað fyrir framan nefið á Trump

Segja mikið drama hafa átt sér stað fyrir framan nefið á Trump
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Lögreglan á Kanaríeyjum skaut fáklæddan mann eftir að fjölskylduerjur fóru úr böndunum

Lögreglan á Kanaríeyjum skaut fáklæddan mann eftir að fjölskylduerjur fóru úr böndunum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fór beint undir hnífinn eftir vafasama hegðun sína um helgina

Fór beint undir hnífinn eftir vafasama hegðun sína um helgina
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag