fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025

Rose McGowan varpar fram sprengju um daga sína í Charmed

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 25. ágúst 2020 09:08

Alyssa Milano og Rose McGowan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsþættirnir Charmed hófu göngu sína árið 1998 og nutu mikilla vinsælda. Það komu út átta þáttaraðir um göldróttu systurnar sem börðust gegn illum öflum.

Rose McGowan og Alyssa Milano fóru báðar með aðalhlutverk í þáttunum og hefur nú Rose varpað fram sprengju um fyrrum meðleikara sinn. Hún meðal annars sakar Alyssu um að búa til „eitraða vinnumenningu“ og að hafa „eignað sér MeToo-hreyfinguna.“

Þetta byrjaði allt á lokakvöldi ráðstefnu Demókrata, 21. ágúst síðastliðinn. Alyssa deildi skjáskoti af færslu frá Rose þar sem Rose var að gagnrýna flokk demókrata. Alyssa ætlaði að benda á „allt það frábæra sem flokkur Demókrata hefur gert til að gera heiminn að betri stað.“ Hún minntist meðal annars á að konur hafi fengið kosningarétt í forsetatíð Demókratans Woodrow Wilson.

Stuttu seinna svaraði Rose þessari færslu og skrifaði: „Hmmm, það vil svo heppilega til að þú gleymdir að aðeins HVÍTAR KONUR fengu kosningarétt? Þær sviku allar aðrar konur. Til að vitna í Marilyn Manson: „Ég fæddist ekki með nógu margar löngutangir“.“

Rose sagði að ef hún hefði verið leiðtogi kvenréttindabaráttunnar þá hefði hún „beðið og barist fyrir réttindum ALLRA til að kjósa. Þær fokkuðu þessu upp. Og þú veltir fyrir þér af hverju svartar konur telja hvíta femínista vera svikara. Þær eru það flestar.“

Alyssa svaraði Rose og sagði að lygar hennar myndu hafa áhrif á fólk sem nýtur ekki sömu forréttinda og hún. „Þúsundir manna deyja á hverjum degi en þú þarft að senda út þessi athyglissjúku tíst,“ sagði Alyssa.

Þá vatt rifrildið upp á sig og Rose sakaði Alyssu um að eigna sér #MeToo-hreyfinguna. Rose sagði meðal annars að Alyssa hafi „stolið“ #MeToo og væri „afbrýðisöm út í mig fyrir að hafa opinberað nauðgara minn.“

Síðan fór hún út í vinnumenninguna á tökustað. „Þú þénaðir 250 þúsund dollara á viku á Charmed. Þú tókst brjálæðiskast fyrir framan alla og öskraðir: „Þau borga mér ekki nóg fyrir þetta kjaftæði!“ Daglega sýndir þú svona dónalega hegðun. Ég grét í hvert skipti sem þátturinn var framlengdur því þú gerðir vinnustaðinn ógeðslega eitraðan,“ sagði Rose og bætti við að Alyssa væri „fokking svikari.“

Rose deildi síðan broti úr viðtali við Nightline frá árinu 2018 þar sem hún sagðist ekki vera aðdáandi Alyssu. „Ég er ekki hrifin af henni, því mér finnst hún ljúga,“ sagði Rose á sínum tíma.

Alyssa tjáði sig um viðtalið og sagði: „Heldurðu að við getum fengið #AlyssaMilanoIsALie til að trenda áður en ég sofna? Allir sem eru að segja eitthvað fallegt, ég sé ykkur og takk. Allir sem eru að segja eitthvað ljótt, ég sé ykkur. Fokkið ykkur.“

E! Online hafði samband við Alyssu um samskipti þeirra á Twitter og hún hafði lítið að segja. „Sært fólk særir fólk. Það hjálpar ekki að ég tjái mig eitthvað frekar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Bónus komið með sushi í verslanir

Bónus komið með sushi í verslanir
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Faðir stúlkunnar fannst látinn – Skilaði sér ekki til afplánunar

Faðir stúlkunnar fannst látinn – Skilaði sér ekki til afplánunar
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 klukkutímum

Nína Richter skrifar: Þegar kærastar urðu asnalegir

Nína Richter skrifar: Þegar kærastar urðu asnalegir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fjármagnaði skilnað sinn með fasteignasvindli

Fjármagnaði skilnað sinn með fasteignasvindli
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Strákarnir frá Úkraínu alltof stór biti fyrir Blika

Strákarnir frá Úkraínu alltof stór biti fyrir Blika
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þetta var stærsta ástæða þess að Eriksen var ekki hrifin af tilboði Wrexham

Þetta var stærsta ástæða þess að Eriksen var ekki hrifin af tilboði Wrexham

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.