fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025

Notaði óvart hárnæringu í stað matarolíu í eldamennskunni

Unnur Regína
Fimmtudaginn 2. júlí 2020 20:30

Hannah Lovatt og Becky Edwardson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannah Lovatt nýtur þess að elda fyrir unnustu sína. Unnustan varð hins vegar veik eftir að Hannah hafði óvart notað hárnæringu í eldamennskunni í stað matarolíu í heila viku. The Sun greinir frá.

Fólk heldur að það myndi aldrei gera þessi mistök en spreybrúsarnir eru ískyggilega svipaðir.
Hin 24 ára Hannah er frá Mexborough í Suður Yorkshire og hefur eldað allt frá beikonsamlokum yfir í fína rétti fyrir unnustu sína Becky Edwardson. Parið áttaði sig bara á mistökunum vegna þess að Becky varð veik og talaði um að kjúklingapasta sem Hannah hafði eldað bragaðist undarlega.

Hannah sagði: „Við höfðum ekki fundið neitt skrýtið bragð af matnum alla vikuna en um leið og við smökkuðum kjúklingapastað áttuðum við okkur á að eitthvað var að. Við kíktum á öll krydd sem við áttum, lásum á allar umbúðir og Becky áttaði sig á því að ég hefði verið að nota hárnæringu í stað matarolíu. Þetta var sprenghlægilegt og Becky hló bara að mér, henni var mjög illt í maganum en nú vitum við af hverju.“

Parið var nýflutt inn í nýja íbúð en Hannah hefur þá óvart sett hárnæringuna í eldhússkápinn. Til þess að gera málið enn verra þá kom í ljós að hún hafði notað hálfan brúsa af hárnæringu þegar hún taldi sig vera að nota matarolíu. Henni til varnar eru umbúðirnar mjög líka í útiliti. Eftir að hafa áttað sig á mistökum sínum setti Hannah inn færslu á Facebook um málið og eru komin um 15 þúsund ummæli undir færsluna.

Hárnæringin og matarolían

 

Hannah og Becky
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Helgi segir Samhjálp vera góða nágranna – „Aumingi er sá sem níðist á þeim sem eru minni máttar“

Helgi segir Samhjálp vera góða nágranna – „Aumingi er sá sem níðist á þeim sem eru minni máttar“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þakklátur foreldrum sínum – Keyrðu hann 500 kílómetra oft í viku

Þakklátur foreldrum sínum – Keyrðu hann 500 kílómetra oft í viku
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arne Slot vildi ekki selja þennan leikmann Liverpool í sumar – Vildi frekar að hann fengi nýjan samning

Arne Slot vildi ekki selja þennan leikmann Liverpool í sumar – Vildi frekar að hann fengi nýjan samning
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Anna Linda minnist örlagastundar – Fimm ár liðin frá slysinu á Arnarnesbrú

Anna Linda minnist örlagastundar – Fimm ár liðin frá slysinu á Arnarnesbrú
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Þrálátur kvilli sagður tengjast vinsælum megrunarlyfjum

Þrálátur kvilli sagður tengjast vinsælum megrunarlyfjum
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hefur beðið í tvö ár eftir svari við umsókn um ríkisborgararétt

Hefur beðið í tvö ár eftir svari við umsókn um ríkisborgararétt
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ummæli sem féllu eftir leik Real Madrid í gær vekja athygli í ljósi fréttafárs undanfarið

Ummæli sem féllu eftir leik Real Madrid í gær vekja athygli í ljósi fréttafárs undanfarið

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.