fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024

Þetta gerist þegar þú hættir að hreyfa þig

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 3. apríl 2020 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir kannast eflaust við þá tilfinningu að missa áhugann á líkamsrækt eftir að hafa lagt mikið á sig. Margar ástæður liggja þarna að baki; sumum finnst árangurinn ekki erfiðisins virði, aðrir játa sig sigraða vegna anna á meðan enn aðrir telja sig þurfa hvíld vegna þreytu.

Hvað sem öllu þessu líður hefur það margvísleg áhrif á líkamann að hætta að hreyfa sig. Hér má sjá hvað gerist í líkamanum þegar við hættum að stunda hreyfingu. Með hreyfingu er átt við hvers konar líkamsrækt; allt frá daglegum gönguferðum og langhlaupum til lyftinga. Vefritið health.com tók saman fyrir skemmstu kosti hreyfingar, en af samantekinni að dæma borgar það sig aldrei að hætta henni með öllu. Lítil eða hófleg hreyfing getur jafnvel gert kraftaverk.

Heilinn breytist

Rannsóknir sem gerðar hafa verið á undanförnum árum hafa rennt stoðum undir mikilvægi hreyfingar fyrir heilann. Samkvæmt einni slíkri, sem framkvæmd var árið 2013, getur hreyfing dregið úr líkum á aldurstengdu minnistapi. Þá birtust fyrir skemmstu niðurstöður athyglisverðrar rannsóknar í tímaritinu Frontiers in Aging Neuroscience. Rannsóknin leiddi í ljós að jafnvel stutt hvíld frá hreyfingu hafði talsverð áhrif á blóðflæði til heilans, nánar tiltekið til hins svokallaða dreka (e. Hippocampus) sem gegnir mikilvægu hlutverki varðandi móttöku og úrvinnslu upplýsinga sem við fáum í hinu daglega lífi. Tíu þrautþjálfaðir langhlauparar tóku þátt í rannsókninni og voru þeir settir í segulómun meðan rannsóknin stóð yfir. Rannsóknin sýndi að eftir tíu daga hvíld minnkaði blóðflæði til drekans.

Úthaldið minnkar hratt

Hreyfingarleysi gerir að verkum að úthaldið sem þú hefur byggt upp minnkar hratt. Fólk finnur fyrir þessu til dæmis þegar það gengur upp stiga eða byrjar að hreyfa sig aftur; hjartað pumpar af meiri ákafa og það verður andstyttra en áður. Þegar við hættum að hreyfa okkur minnkar svokölluð hámarkssúrefnisupptaka, eða Vo2max, hjá okkur. Í stuttu máli kveður hún á um getu líkamans til að nýta það súrefni sem hann fær með öndun. Þegar hámarkssúrefnisupptöku er náð myndast mjólkursýra í vöðvum.

Lífeðlisfræðingurinn Farah Hameed segir við health.com að eftir tveggja vikna hreyfingarleysi minnki hámarkssúrefnisupptaka um tíu prósent að jafnaði, 15 prósent eftir fjórar vikur og 20 prósent eftir þrjá mánuði. Jafnvel lítil hreyfing getur þó unnið á móti þessu. Í rannsókn frá árinu 2009, á hópi kajakræðara, kom í ljós að þeir sem tóku sér fimm vikna hvíld frá æfingum upplifðu 11,3 prósenta minnkun á hámarkssúrefnisupptöku. Þeir sem hreyfðu sig hóflega nokkrum sinnum í viku upplifðu aðeins 5,6 prósenta minnkun.

Blóðþrýstingur hækkar

Tengsl hreyfingarleysis við of háan blóðþrýsting hafa löngum verið ljós, en háþrýstingur getur haft ýmislegt óæskilegt í för með sér; æðakölkun, hjartabilun og nýrnabilun svo dæmi séu tekin.

Vísindamenn í Suður-Afríku rannsökuðu þetta ekki alls fyrir löngu og komust að því að tveggja vikna hvíld frá æfingum var nóg til að gera jákvæð áhrif tveggja vikna lotuþjálfunar undir miklu álagi að engu. Er þá átt við að blóðþrýstingurinn komst í betra horf meðan á æfingalotunni stóð en fór svo aftur í sama farið tveimur vikum eftir að æfingum var hætt.

Líkamsstyrkur minnkar

Hameed, lífeðlisfræðingurinn sem vísað er í hér að framan, segir að fólk muni finna fyrir vöðvatapi tveimur vikum eftir að æfingum er hætt. Hjá sumum geti það þó gerst seinna, eða eftir um mánuð. Hameed bendir á að vöðvastyrkurinn tapist hægar en úthaldið þótt erfitt sé að bera þessa tvo hluti saman. Í umfjöllun health.com er vísað í rannsókn frá árinu 2011 á hópi karlmanna sem allir höfðu stundað lyftingar í ákveðinn tíma. Nær allir nutu enn góðs af lyftingunum sem þeir stunduðu sex mánuðum eftir að þeim var hætt.

Líkamsfita eykst

Hameed segist telja að sex vikum eftir að hreyfingu er hætt muni fólk taka eftir líkamsbreytingum, annaðhvort með því að líta í spegil eða með því að stíga á vigtina. Enginn er óhultur fyrir þessu, ekki einu sinni afreksíþróttamenn. Í niðurstöðum rannsóknar frá 2012 sem birtust í Journal of Strength and Conditioning Research kom fram að sundmenn sem tóku sér fimm vikna hvíld frá æfingum bættu á sig talsverðri fitu. Líkamsfita jókst hjá þeim að jafnaði um tólf prósent. Tekið er fram að sundmennirnir hafi ekki hætt allri hreyfingu heldur dregið verulega úr henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Mia Khalifa viðurkennir að hún sé á Ozempic

Mia Khalifa viðurkennir að hún sé á Ozempic
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Er að spila sína síðustu leiki fyrir Chelsea en ætlar ekki að hætta

Er að spila sína síðustu leiki fyrir Chelsea en ætlar ekki að hætta
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þessir eru líklegastir til að taka við United í sumar ef Ten Hag verður rekinn

Þessir eru líklegastir til að taka við United í sumar ef Ten Hag verður rekinn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Af hverju var Glazer að funda með þessum manni í London í gær?

Af hverju var Glazer að funda með þessum manni í London í gær?
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Inter ítalskur meistari eftir sigur á AC – Allt sauð upp úr í restina og þrír fengu rautt

Inter ítalskur meistari eftir sigur á AC – Allt sauð upp úr í restina og þrír fengu rautt

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.