fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025

Lesið í tarot Loga: Gullslegin velgengni

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 8. febrúar 2020 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson komst í hann krappan í vikunni og vakti upp úlfúð þeirra Íslendinga sem búsettir eru á Spáni. Logi er þekktur fyrir hispurslausa framkomu en DV ákvað að leggja tarot fyrir Loga og rýna í spilin. Lesendum DV er bent á að þeir geta dregið tarotspil á vef DV.

Jarðtenging

Fyrsta spilið sem kemur upp hjá Loga er Myntás. Logi hefur í auknum mæli leitast eftir því að ná jarðtengingu og innri ró. Það hefur reynst honum vel og hefur hann skilið rótleysi og óstöðugleika eftir í fortíðinni. Friður er í hjarta hans og þessum frið fylgir góðmennska og náungakærleikur í meira mæli. Hann leitast við að hjálpa náunganum og kann að meta umhverfi sitt mikið betur. Með ró og frið kemur meiri þörf fyrir líkamlega snertingu, en Logi þarf að hlusta á langanir sínar og leyfa sér að njóta tilverunnar.

Fastur í rútínu

Svo er það 4 bikarar. Þótt einkalífið sé í blóma finnst Loga hann vera fastur í rútínu utan heimilisins. Það er ekki gott fyrir mann eins og hann og nær hann ekki að þroskast ef hann er fastur í sömu förunum daginn út og inn. Logi þarf samt að læra að meta það sem hann á og upplifir, staldra við hér og þar og líta yfir farinn veg og allt það góða sem hann hefur gert. Hann þarf samt á breytingu á halda, en þarf ekki að örvænta í þeim efnum.

Óviðjafnanlegt tækifæri

Loks er það Keisarinn. Stöðuhækkun sem tengist starfi Loga eða nýtt starf er fram undan og afar spennandi. Hann stendur frammi fyrir tækifæri sem birtist sjaldan og þarf að kanna möguleika framtíðarinnar gaumgæfilega. Skipulag og hagkvæmni mun leiða Loga að settu marki næstu misseri. Það er þó merkilegra að nú kemur náungakærleikurinn sér vel því velferð náungans kemur Loga lengra en hann hafði órað fyrir. Spennandi tímar eru á næsta leiti og verður velgengnin gulli slegin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gjörbreytt útlit stjörnunnar vekur athygli

Gjörbreytt útlit stjörnunnar vekur athygli
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stórtíðindi úr Vesturbænum

Stórtíðindi úr Vesturbænum
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Segja mikið drama hafa átt sér stað fyrir framan nefið á Trump

Segja mikið drama hafa átt sér stað fyrir framan nefið á Trump
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mun Arsenal kaupa sóknarmann í vanda frá Chelsea í sumar?

Mun Arsenal kaupa sóknarmann í vanda frá Chelsea í sumar?
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fór beint undir hnífinn eftir vafasama hegðun sína um helgina

Fór beint undir hnífinn eftir vafasama hegðun sína um helgina

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.