fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025

Ragga Nagli: „Ímyndaðu þér að þú talir við barnið þitt eins og þú gerir líkama þinn“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 30. janúar 2020 19:00

Mynd: Dv/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Í nýrri færslu á Facebook ímyndar hún sér hvernig það væri ef maður myndi tala og umgangast barnið sitt eins og maður gerir við líkama sinn.

„Mamma má ég fá að borða ég er svangur. Ég er með hausverk. Mig svimar. Nei við borðum ekki fyrr en eftir tvo tíma. Við föstum til hádegis eins og þorri þjóðarinnar […] Mamma mig langar ekki í meira nammi. Mér er illt í maganum. Jú haltu áfram að troða í vélindað…. það er laugardagur og þarf að nýta tækifærið. Það eru heilir sex dagar þar til þú færð aftur nammi.,“ skrifar Ragga.

„Barnaverndarnefnd væri mætt á tröppurnar á núlleinni,“ segir hún.

Ragga segir að allt of margir nota hatur á eigin líkama sem eldsneyti til að hamast í rækt.

„Að þurfa að borða ákveðinn mat i þeim eina tilgangi að tálga lýsi leiðir til að á endanum springurðu á limminu og borðar yfir þig af öllu sem heitir sykur, salt, fita. Að þurfa að æfa sama hvað skrokkurinn segir þann daginn ertu að tengja neikvæðar tilfinningar við ræktina sem er yfirleitt stærsta ástæðan af hverju kortið myglar í töskunni.“

Ragga segir að ef maður byrjar að æfa og borða út frá því að elska og virða líkama sinn þá taki maður betri ákvarðanir í matarvali og velur mat sem lætur manni líða vel í líkama og sál, því maður á það skilið.

„Minntu þig á að koma fram við líkamann þinn eins og barnið þitt. Þá verður ferlið allt svo miklu auðveldara og heilsuhegðun verður ekki þvinguð heldur tekin útfrá ást og umhyggju.“

Þú getur lesið pistill Röggu í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Pólskipti segulpólanna gætu hafa gert út af við Neanderdalsmenn

Pólskipti segulpólanna gætu hafa gert út af við Neanderdalsmenn
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum
Kyle Walker í Burnley
EyjanFastir pennar
Fyrir 10 klukkutímum

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Rashford missir númerið í Manchester

Rashford missir númerið í Manchester

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.