fbpx
Fimmtudagur 21.október 2021

Móðir sökuð um barnaníð – Leyfði 2 ára dóttur sinni að taka á móti bróður sínum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 10. janúar 2020 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ariel Haynes átti sitt annað barn á dögunum. Hún segir að tveggja ára dóttir sín Izzy hafi verið mjög spennt að frétta að hún ætti von á litlu systkini.

„Ég hef verið fæðingarljósmyndari í þrjú ár og í hvert skipti sem ég fór að taka myndir þá grátbað dóttir mín mig um að koma með,“ segir Ariel í viðtali við News.au.

„Um leið og ég sagði henni að hún væri að fara að eignast lítinn bróður eða systur þá spurði hún hvort hún mætti vera viðstödd. Þetta var ekki eitthvað sem ég þurfti að hugsa um, það var sjálfsagt mál að hún myndi fá að vera með.“

Ariel segist hafa spurt ljósmóður sína sem sagði þetta vera frábæra hugmynd, og eiginmanni hennar þótti það líka.

Spennt stóra systir.

Þegar settur dagur nálgaðist byrjaði Ariel að undirbúa dóttur sína fyrir stóra daginn.

„Ég sagði henni að ég myndi örugglega öskra af sársauka og það myndi vera blóð, en það truflaði hana ekkert,“ segir hún.

„Ég talaði einnig við hana um hvað hún gæti gert til að hjálpa mér á meðan ég væri í hríðum. Eins og að nudda bakið mitt. Hún spurði hvort hún mætti „grípa það“ þegar barnið myndi fæðast.“

Síðan kom að stór deginum. Ariel vildi eiga heimafæðingu í lítilli sundlaug í stofunni. Hún fór af stað um morguninn og síðan byrjuðu hlutirnir almennilega að gerast um kvöldið. Eins og sönn lítil ljósmóðir byrjaði dóttir hennar að nudda á henni bakið.

„Ég fór í sundlaugina í og Izzy, dóttir mín, spurði hvort hún mætti líka koma ofan í. Mér fannst það mjög eðlilegt að leyfa henni að koma ofan í með mér. Ég hélt hún myndi vilja hoppa upp úr eftir fimm mínútur, sem hún gerði ekki,“ segir Ariel.

Izzy tók á móti bróður sínum.

Ariel segir að Izzy hafi setið á milli fótleggja hennar allan tímann og þegar ljósmóðirin sagði henni að barnið væri komið teygði hún hendurnar sínar og fann höfuð hans.

„Þegar ég rembdist í síðasta sinn, þá leiðbeindi ljósmóðirin Izzy,  og hún tók á móti bróður sínum. Þetta var ótrúlegt augnablik, örugglega það besta í lífi mínu.“

Izzy var í skýjunum og sagði: „Oo hæ! Er bróðir minn ekki sætur?“

Yndislegt samband.
Krúttlegar tásur.

Eftir að Ariel fæddi fylgjuna var hún færð í rúmið þar sem þau öll komu sér fyrir og byrjuðu líf sitt sem fjögurra manna fjölskylda. Ariel segir Izzy vera mjög stolta af hlutverki sínu í fæðingunni og elskar að skoða myndir og myndbönd frá deginum.

„Hún segir ókunnugum í búðinni að hún greip bróðir sinn,“ segir Ariel.

Þrátt fyrir að þetta hafi verið yndislegt augnablik fyrir fjölskylduna þá eru ekki allir sammála því að svona ung stúlka ætti að hjálpa til í fæðingu.

„Fólk hefur sagt við mig að ég sé hræðileg móðir fyrir að leyfa Izzy að horfa á mig fæða og sumir kalla þetta barnaníð,“ segir Ariel.

„Ég er alveg ósammála. Það er ekkert náttúrulegra en fæðing. Af hverju ætti barn ekki að fá að upplifa það? Ég horfði á móður mína fæða systir mína þegar ég var 14 ára og það breytti lífi mínu. Izzy og sonur minn eru mjög náin. Hún elskar að hjálpa til að hugsa um hann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ronaldo skákar liðum á borð við Arsenal, Chelsea og Juventus ef skoðaður er fjöldi sigurleikja í Meistaradeild Evrópu

Ronaldo skákar liðum á borð við Arsenal, Chelsea og Juventus ef skoðaður er fjöldi sigurleikja í Meistaradeild Evrópu
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Ástarfár í Þjóðleikhúskjallaranum

Ástarfár í Þjóðleikhúskjallaranum
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Meint ástkona Icardi stígur fram: Sakar hann um lygar eftir að eiginkonan sagði hann hafa haldið framhjá sér – Lífið mun sjá um þessar litlu tíkur

Meint ástkona Icardi stígur fram: Sakar hann um lygar eftir að eiginkonan sagði hann hafa haldið framhjá sér – Lífið mun sjá um þessar litlu tíkur
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Kynlífsráðin sem Gwyneth Paltrow gefur börnum sínum – „Ég reyni að vera bara forvitin“

Kynlífsráðin sem Gwyneth Paltrow gefur börnum sínum – „Ég reyni að vera bara forvitin“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Isavia gefur mæla til að fylgjast með loftgæðum í Sandgerði og Garði

Isavia gefur mæla til að fylgjast með loftgæðum í Sandgerði og Garði
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Lítill áhugi á leik Íslands og Tékklands á morgun – Undir 1000 miðar seldir

Lítill áhugi á leik Íslands og Tékklands á morgun – Undir 1000 miðar seldir
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Rekstrarstjóri Pablo Discobar í ótímabundið leyfi eftir blóðuga árás á gesti – „Við höfum ekkert umburðarlyndi fyrir svona“

Rekstrarstjóri Pablo Discobar í ótímabundið leyfi eftir blóðuga árás á gesti – „Við höfum ekkert umburðarlyndi fyrir svona“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þjálfari Bayern fluttur til Þýskalands með sjúkraflugvél

Þjálfari Bayern fluttur til Þýskalands með sjúkraflugvél