fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Netverjar áhyggjufullir yfir aðgerðum skóla gegn COVID-19

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 12. ágúst 2020 11:24

Er þessi skóli að ganga of langt?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Taílenskur skóli hefur gert róttækar ráðstafanir til að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar.

Í Taílandi er búið að slaka aðeins á reglum um takmarkanir á samkomum. En Wat Khlong Toey-skólinn í Bangkok hefur ákveðið að halda áfram að fylgja ströngum reglum til að forðast smit meðal nemenda og kennara.

Myndir sýna bæði yngri og eldri nemendur læra og leika í litlum glærum kössum. Kassarnir eru gerðir úr blárri grind og glæru plasti. Börnin eru með grímur og það er að minnsta kosti einn og hálfur metri á milli kassanna.

Eldri nemendurnir sitja við svona borð í skólastofu.

Yngri börnin geta séð hvert annað en geta ekki snert hvert annað eða leikið saman. Kassar eldri barnanna eru á borðunum.

Í skólanum er búið að bæta við vöskum með sápu og sótthreinsandi þannig nemendur og kennarar eiga auðvelt með að þrífa hendur.

Skólinn opnaði aftur í júlí og er með 250 nemendur. Hingað til hafa ekki komið upp nein smit meðal nemenda, sem sýnir kannski að ráðstafanirnar virka. En viðbrögðin við þeim hafa verið blendin.

Fjölmargir hafa lýst áhyggjum yfir því að börnin séu „sett í búr.“

„Þetta er svo rangt. Greyið börnin eiga eftir að verða óróleg. Hræðilegt,“ sagði einn netverji á Twitter.

„Þetta er svo sorglegt en því miður nauðsynlegt ef óábyrgar ríkisstjórnir krefjast þess að opna skóla í landinu,“ segir annar.

„Rangt, svo rangt,“ sagði Twitter-notandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Elmar Örn dæmdur í 3,5 árs fangelsi fyrir nauðganir – Sendi myndbönd af glæpnum til konunnar í pósti

Elmar Örn dæmdur í 3,5 árs fangelsi fyrir nauðganir – Sendi myndbönd af glæpnum til konunnar í pósti
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Átján rafmyntaverum lokað í Svíþjóð – Lugu að skattinum til að spara milljarða

Átján rafmyntaverum lokað í Svíþjóð – Lugu að skattinum til að spara milljarða
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.