fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025

Segir hana hafa kúkað í hjónarúmið – Hann ásakaður um að gefa barninu vímuefni

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 8. júlí 2020 14:30

Johnny Depp og Amber Heard.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær hófust þriggja vikna réttarhöld í meiðyrðamáli sem að Johnny Depp höfðar gegn The Sun, sem kallaði hann ofbeldismann árið 2018. Fyrrverandi kærasta Depp, Amber Heard, hefur sakað leikarann um gróft ofbeldi. Depp og lögfræðingar hans segja hins vegar að hann hafi aldrei slegið konu og að það sé hægt að sanna.

SJÁ EINNIG: Segist aldrei hafa slegið konu – Johnny Depp og Amber Heard mætast í réttarsal

Kúkur í hjónarúminu

Depp og Heard virðast ekki vera sammála um hvað olli skilnaði þeirra. Heard segir að umrætt ofbeldi hafi orsakað skilnaðinn. Depp segir hins vegar að hann hafi sótt um skilnað eftir að hún, eða mögulega einhver vinur hennar hafi kúkað í hjónarúm þeirra.

Samkvæmt skjölum frá lögfræðingum Depp viðurkenndi Heard verknaðinn. Hún á fyrst að hafa kennt hundi um hægðirnar, en síðan kallað athæfið „harmlausan hrekk“. Frá þessu greinir Page Six.

Þrettán ára dóttir að reykja marijúana

Þá voru fíkniefnamál ansi áberandi í dómsalnum í gær. Depp játaði til að mynda að hann hafi notað öll fíkniefni sem að mannskepnan hefur komist í snerti við. Þá var hann ásakaður um að hafa gefið dóttur sinni, Lily-Rose Depp, marijúana þegar hún var einungis þrettán ára.

Samkvæmt The Evening Standard viðurkenndi Depp að hafa gefið dóttur sinni marijúana úr „öruggu safni“ sínu. Ástæðan á að hafa verið að honum þætti betra að hún myndi prófa það í öruggu umhverfi frekar en einhversstaðar þar sem hún væri eftirlitslaus. Um málið á hann að hafa sagt:

„Ég veit hvað er mikilvægast fyrir barn ef að þú ætlar að gera eitthvað eins og þetta. Ég vil frekar að þau verði heiðarleg við mig og að ég verði heiðarleg við þau, svo hún fari ekki eitthvað út og geri eitthvað og feli það svo fyrir mér“

„Ég vil að hún treysti mér. Ef að dóttir mín segist vera tilbúin, þá er hún tilbúin. Ég vildi bara sjá til þess að aðstæðurnar væru fullkomnar, setti á fjölskyldumynd, fyllti frystikistuna af ís, búa til aðstæður sem eru eins góðar og mögulegt er.“

Þá sagðist Depp kunna að meta að fólk gagnrýndi þetta, en að í hans augum væri þetta ábyrgt uppeldi.

Gríðarleg fíkniefnaneysla

Líkt og áður segir játaði Depp að hafa nota virkilega mikið magn af fíkniefnum. Minnst var á Kókaín, LSD, E-töflur, sveppi og læknadóp. Hann sagði að fíkniefnin væru það eina sem að slægi á sársaukann.

Verjendurnir í málinu hafa sagt að annaðhvort sé Depp sjúklegur lygari, eða þá að áfengis og vímuefnanotkun hans hafi gert hann gjörsamlega ómeðvitaðan um eigin gjörðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

María Rut varð sambandslaus fyrir vestan – „Þessir dauðu blettir eru út um allt“

María Rut varð sambandslaus fyrir vestan – „Þessir dauðu blettir eru út um allt“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Deilir kostulegri ræðu Ingibjargar til að sýna fáránleika málþófsins – „Eeee…hvaða umsögn var ég að fara yfir?“

Deilir kostulegri ræðu Ingibjargar til að sýna fáránleika málþófsins – „Eeee…hvaða umsögn var ég að fara yfir?“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Halla heimsótti hótel Stelpnanna okkar – Hrósað fyrir að lyfta liðinu upp

Halla heimsótti hótel Stelpnanna okkar – Hrósað fyrir að lyfta liðinu upp
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.