fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025

Nær óþekkjanleg eftir að hafa misst 92 kíló

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 10. júní 2020 14:55

Myndir: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Simone Anderson frá Nýja-Sjálandi hefur tekið ótrúlegum breytingum eftir að hún hóf vegferð sína í átt að betri heilsu. Hún er rithöfundur og heldur hvatningarræður. Henni tókst að komast á þennan stað með hjálp magaermis og fór seinna meir í svuntuaðgerðir. Hún hefur einnig gengist undir fegrunaraðgerðir og látið fylla í varir sínar og andlit.

Simone, sem er 29 ára, var 168 kíló og segist hafa átt erfitt með að ganga upp hinar minnstu brekkur. Hún deilir „fyrir og eftir myndum“ á Instagram og segir að síðustu sex árin hafa verið „súrrealísk“.

https://www.instagram.com/p/CAvexvll6U8/

„Ég var eyðilögð eftir 20 mínútna göngu. Ég borðaði mestmegnis skyndibitamat og 99 prósent af því sem ég borðaði var mikið unninn matur. Spólum áfram til dagsins í dag. Ég hef misst um 92 kíló og æfi daglega. Ég borða hollan og fjölbreyttan mat og ég elska upplifa mig verða sterkari og hraustari með hverjum deginum,“ segir Simone.

Simone hefur alla tíð verið örugg í eigin skinni

Hefur alltaf verið örugg

Simone segir að henni hefur alla tíð liðið eins og hún væri „falleg“ og „sjálfsörugg.“ Hún segir að eini munurinn á sér þá og nú sé að nú veit hún að hún mun „lifa löngu og heilbrigðu lífi.“

„Þyngd mín skilgreindi mig aldrei sem manneskju. Ég er ennþá sama jákvæða og hressa stelpan og ég var. En ég takmarkaði líf mitt verulega vegna þyngdar minnar. Magaermiaðgerð bjargaði lífi mínu. Ég trúi ekki að ég væri lifandi í dag hefði ég ekki gengist undir þessa aðgerð. Hún gaf mér verkfærin sem ég þurfti til að breyta matarvenjum mínum og byrja að hreyfa mig. Aðgerðin sér ekki um erfiðu verkefnin sem við þurfum að vinna, þú þarft að gera breytingar til langtíma. En hún gefur þér nýtt upphaf sem hjálpar að koma þér af stað,“ segir Simone.

Eftir að hún léttist var hún með mikið af aukahúð. Hún gekkst undir níu klukkustunda aðgerð til að fjarlægja aukahúðina og er mjög sátt með útkomuna.

Simone hreyfir sig nær daglega.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Áttu erfitt með að sofna? 10-3-2-1-0 gæti verið svarið

Áttu erfitt með að sofna? 10-3-2-1-0 gæti verið svarið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Íslendingar að störfum í Póllandi

Íslendingar að störfum í Póllandi
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Netverjar vilja vita hvað er í gangi með leikkonurnar í Wicked – „Þetta er meðvirknissamband“

Netverjar vilja vita hvað er í gangi með leikkonurnar í Wicked – „Þetta er meðvirknissamband“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum
Isak sló vafasamt met
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Halldór segir aðila í kringum Breiðablik hafa reynt að búa til óróa innan hópsins nokkrum vikum áður en hann var rekinn

Halldór segir aðila í kringum Breiðablik hafa reynt að búa til óróa innan hópsins nokkrum vikum áður en hann var rekinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Pétur hættir sem forstjóri Reykjalundar

Pétur hættir sem forstjóri Reykjalundar
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.