fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025

Móðir gagnrýnd fyrir holdafar sitt – „Ímyndið ykkur ef ég myndi gagnrýna feita manneskju“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 5. júní 2020 12:00

Alice eignaðist son sinn fyrir ári síðan. Í dag er hún um 38 kíló.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alice Foster er 21 árs móðir og segist verða fyrir miklu aðkasti vegna holdafars síns. Hún segir aðrar mæður ganga þar harðast fram og fær reglulega að heyra að hún sé alltof grönn og óheilbrigð. Fabulous Digital fjallar um sögu Alice.

„Fjórum dögum eftir að ég átti son minn fékk ég að heyra frá starfsmanni spítalans: „Þú eignaðist aldrei barn, þú ert ekki neitt.“ Ég var niðurlægð og sagði engum frá þessu. Tilfinningar mínar voru út um allt, ég hugsaði með mér hvort ég hefði tekið þetta of nærri mér. En síðan gerði ég mér grein fyrir því að ég hefði rétt fyrir mér. Hún var að gagnrýna mig fyrir að vera „of grönn“ því þetta hefur endurtekið sig margoft síðan þá,“ segir Alice.

38 kíló í dag

Sonur Alice er eins árs. „Öðrum konum hefur þótt í lagi að gagnrýna mig eftir að ég átti son minn, Riley. Ég átti erfiða meðgöngu. Ég glímdi við mikla ógleði allan tímann og var sett á lyf við því. Ég var rúmliggjandi að hluta og átti erfitt með að borða. Þess vegna varð ég ekki þyngri en 51 kíló í lok meðgöngunnar,“ segir hún.

Riley fæddist mánuði fyrir tímann. Hann vó rétt rúmlega þrjú kíló og var heilbrigður.

Alice er um 38 kíló í dag og 152 cm á hæð. En hún segist ekki alltaf hafa verið svona grönn. Þegar hún var unglingur var hún um 54 kíló.

„Ég var stærri þegar ég var unglingur en það var vegna þess að ég borðaði óhollt. Ég átti ekki gott samband við mat og borðaði mikið af sætindum og snarli […] Með aldrinum fór ég að passa hvað ég lét upp í mig […] Nú er ég móðir og í fullri vinnu. Að borða er ekki í forgangi hjá mér og ég hef ekki tíma til að fá mér snarl.“

Alice segist stundum gleyma því að borða eða ekki hafa tíma til að borða heila máltíð. Þess vegna angrar það hana að aðrar mæður skuli gagnrýna hana fyrir að vera of grönn.

Alice.

Tvö atvik sem sitja í henni

Alice rifjar upp atvik í matvöruverslun þegar kona kíkti í körfuna hennar og sagði: „Þessi matur getur ekki verið fyrir þig, þú lítur ekki út fyrir að borða.“ Konan hélt síðan ræðu yfir henni um næringu.

„Það veldur mér áhyggjum þegar fólk segir við mig að ég líti ekki út fyrir að vera heilbrigð. Ímyndaðu þér hvernig móðir í ofþyngd myndi bregðast við ef ég myndi segja við hana að hún liti út fyrir að borða of mikið og ég myndi síðan segja henni hvað hún þyrfti að gera?“

Alice segir að vegna þess að hún er grönn og hugsar um útlit sitt sé gagnrýnin endalaus. Meira að segja þegar hún er í fríi.

„Við fórum til Spánar í október síðastliðnum. Ég var svo spennt og pakkaði niður nokkrum bikiníum. Ég fékk síðan að heyra það frá móður sem var þarna að ég væri að „sýna beinin mín.“ Ímyndaðu þér að gagnrýna móður í bikiní sem er með fiturúllur. Það myndi bara ekki gerast. Ég var með sjal í kringum mig það sem eftir var ferðarinnar.“

Alice segir að verstu konurnar séu þær sem eru í mömmuhópum. „Ég skil af hverju þær eru svona dónalegar, þær eru óöruggar. Þetta hefur ekkert með mig að gera,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Ellý segir að Patrik þurfi að losa sig við þetta úr svefnherberginu fyrir nýtt ár

Ellý segir að Patrik þurfi að losa sig við þetta úr svefnherberginu fyrir nýtt ár
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Skelfilegi atburðurinn sem skók heiminn á árinu – „Man nákvæmlega á hvaða fersentimeter ég var á landinu þegar þetta gerðist“

Skelfilegi atburðurinn sem skók heiminn á árinu – „Man nákvæmlega á hvaða fersentimeter ég var á landinu þegar þetta gerðist“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Útbreidd fjársvik í velferðarkerfinu skekja vígi afkomenda norrænna innflytjenda

Útbreidd fjársvik í velferðarkerfinu skekja vígi afkomenda norrænna innflytjenda
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Innkalla rakettupaka
433Sport
Í gær

Þurfti óvænt að fara í hjartaaðgerð eftir skilaboð frá lækni

Þurfti óvænt að fara í hjartaaðgerð eftir skilaboð frá lækni
433Sport
Í gær

Vörnin líklega ekki styrkt í janúar

Vörnin líklega ekki styrkt í janúar
433Sport
Í gær

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“
Pressan
Í gær

Hetjudáð systkina – Brugðust hárrétt við og björguðu mannslífi

Hetjudáð systkina – Brugðust hárrétt við og björguðu mannslífi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.