fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025

Börn Katie Price grétu þegar þau sáu móður sína – Viðurkennir að hafa gengið of langt í þetta skipti

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 14. ágúst 2019 19:30

Katie Price er fimm barna móðir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glamúrfyrirsætan Katie Price sér eftir nýjustu fegrunaraðgerðinni og áttar sig á að nú gekk hún of langt, samkvæmt heimildarmanni The Sun.

Tvö yngstu börn hennar, Jett, 4 ára, og Bunny, 5 ára, grétu þegar þau sáu móður sína eftir aðgerð.

Katie, 41 árs, sneri nýlega aftur til Tyrklands til að fara í fegrunaraðgerð. Hún fór þangað síðast í apríl í Brazilian butt lift og fitusog.

Myndir af glamúrfyrirsætunni, með bólgið og blóðugt andlit, eftir aðgerðina hafa vakið athygli. Aðdáendur hafa miklar áhyggjur af stjörnunni.

Fjölskyldan hefur miklar áhyggjur af stjörnunni.

Heimildamaður náinn stjörnunni sagði við New! Magazine að Katie sér strax eftir að hafa lagst aftur undir hnífinn. Hún er mjög verkjuð.

„Katie gat varla talað eftir aðgerðina, en þegar henni tókst að segja nokkur orð var hún ekki með sjálfri sér Það er augljóst að hún sér strax eftir ákvörðuninni. Hún finnur fyrir svo miklum sársauka núna að jafnvel hún áttar sig á því að nú gekk hún of langt,“ segir heimildamaðurinn.

Börn Katie voru í áfalli þegar þau sáu móður sína fetir aðgerðina og fóru að gráta samkvæmt The Sun Online.

Katie Price ásamt Bunny og Jett.

Þau áttu erfitt með að sjá móður sína með bólgið, blátt og blóðugt andlit eftir að hafa gengist undir enn aðra fegrunaraðgerðina. Heimildamenn tengdir stjörnunni segja að börnin séu í uppnámi yfir útliti móður sinnar, og hafa ekki hugmynd um hvað skeði.

„Bunny og Jett héldu að eitthvað slæmt hafði gerst fyrir móður þeirra því hún var blóðug og þau sáu ný ör. Þau grétu á meðan hún reyndi að útskýra þetta fyrir þeim,“ segir heimildamaður vefmiðilsins.

Katie hefur gengist undir ófáar fegrunaraðgerðir.

„Jett og Bunny eru of ung til að skilja almennilega hvað mamma þeirra er að gera við líkama sinn,“ sagði annar heimildamaður.

„Aftur og aftur eru þau ringluð yfir af hverju mamma þeirra er sífellt marin, illa útleikin og með fullt af saumum. Hver veit hvað þau eru að hugsa. Það er ótrúlegt ef börnin glíma ekki sjálf við einhver útlitsdýrkunarvandamál nú þegar. Hún er ekki að setja gott fordæmi fyrir börnin sín.“

Fyrirsætan er að jafna sig eftir aðgerð. Myndir: Backgrid.

Nýjustu heimildir The Sun herma að Katie Price er með þráhyggju fyrir því að líta unglega út svo hún getur fundið „sykurpabba til að gera hana ríka.“ Hún er trúlofuð Kris Boyson, 31 árs, en heimildir herma að hún vill finna ríkan mann áður en „hann heldur framhjá.“

Katie og Kris.

„Kris er yngri en hún og hún er að reyna að halda við hann. Hann hefur fengið mikið af athygli frá kvenmönnum upp á síðkastið og henni líður eins og hún sé í samkeppni. Hún hefur alltaf viljað einhvern sem getur stutt hana, fjárhagslega, og því miður getur Kris það ekki,“ segir heimildamaður The Sun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Genginn aftur í þjóðkirkjuna eftir langa fjarveru – „Snjallt hjá stjórnvöldum að láta fólk ráðstafa sínum sóknargjöldum“

Genginn aftur í þjóðkirkjuna eftir langa fjarveru – „Snjallt hjá stjórnvöldum að láta fólk ráðstafa sínum sóknargjöldum“
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

„Svo hef ég alltaf einhverjar teiknimyndasögur upp á að hlaupa“

„Svo hef ég alltaf einhverjar teiknimyndasögur upp á að hlaupa“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Opinberar hvað Salah sagði í klefanum eftir viðtalið umdeilda – „Það sýnir hvers konar maður hann er“

Opinberar hvað Salah sagði í klefanum eftir viðtalið umdeilda – „Það sýnir hvers konar maður hann er“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Stefnir í leiðindaveður á stórum hluta landsins á aðfangadagskvöld

Stefnir í leiðindaveður á stórum hluta landsins á aðfangadagskvöld
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Albert á allra vörum – Nefnir upphæðina sem þarf sennilega að reiða fram fyrir hann

Albert á allra vörum – Nefnir upphæðina sem þarf sennilega að reiða fram fyrir hann
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Allt vitlaust út af yfirstrikunum í Epstein-skjölunum – Birtingin gæti komið Trump í enn meiri vanda

Allt vitlaust út af yfirstrikunum í Epstein-skjölunum – Birtingin gæti komið Trump í enn meiri vanda
EyjanFastir pennar
Fyrir 20 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Inntökureglur í Menntó

Óttar Guðmundsson skrifar: Inntökureglur í Menntó
Fréttir
Í gær

Útlendingur staðinn að þjófnaði og umsvifalaust vísað frá landi

Útlendingur staðinn að þjófnaði og umsvifalaust vísað frá landi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.