fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Fríða útbjó launatöflu fyrir heimilisverk – Börnin vinna sér inn vasapening

Fríða B. Sandholt
Fimmtudaginn 28. mars 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef oft átt umræður við aðra foreldra varðandi vasapeninga barna og unglinga.
Þið megið kalla mig skrítna, en ég hef aldrei gefið börnunum mínum fastann vasapeninga.

Ég hef verið með kerfi fyrir börnin mín, sem þau hafa getað unnið sér inn smá aur með því að vinna viss heimilisverk og einu sinni í viku, hef ég haft svokallaðan „útborgunardag“ en þá fá börnin borgað fyrir þau verk sem þau hafa unnið alla vikuna.

Ég skal útskýra þetta nánar og í leiðinni segja ykkur hvers vegna við hjónin ákváðum að gera þetta svona.

Kerfið virkar þannig að hvert verk sem börnin geta unnið á heimilinu gefur ákveðna upphæð í laun. Ég hef útbúið miða þar sem ég hef skrifað á viðkomandi verk og þá upphæð sem greiðist fyrir það.

Dæmi: 
Taka úr uppþvottavélinni
Kr. 250,-
Mér fannst best að setja þetta upp á sem einfaldastan hátt og hafa verkin sem fjölbreyttust, bæði svo að börnin geti valið sér verk sem þau hafa getu og nennu í hvert sinn og eins svo að verkin henti öllum mörnum heimilisins, en þau eru á aldrinum frá 8 til 12 ára.
En ástæðan fyrir því að við ákváðum að gera þetta svona er afar einföld.
Með þessu kerfi finnst mér þau læra betur að meta peningana sem þau vinna sér inn og þau læra það að því meira sem þau leggja á sig, því meira vinna þau sér inn. Með þessu sjá þau að peningar eru alls ekki sjálfsagður hlutur og að það þarf að hafa svolítið fyrir því að vinna fyrir þeim.
En það er ekki bara það sem þau læra, heldur þjálfar þetta rökhugsun og æfir þau í stærðfræði í leiðinni, því að ósjálfrátt eru þau farin að leggja saman upphæðirnar á miðunum sínum og fylgjast með því alla vikuna hversu mikið þau eru búin að vinna sér inn.
Þetta er frábært kerfi sem hentar okkar fjölskyldu mjög vel og ég vona að fleiri geti nýtt sér þetta líka.
Hér fyrir neðan eru myndir af þeim verkefnum sem mín börn hafa verið að vinna og eins er ein blaðsíða með auðum reitum sem við höfum nýtt okkur ef það hafa verið önnur verkefni sem við höfum viljað bæta við verkefnalistann okkar. Það er tilvalið að nýta auka blaðsíðuna á sumrin og setja þar inn sumarverk í garðinum, eins og t.d. að reita arfa, sópa stéttina eða þrífa bílinn.
Listana er tilvalið að prenta út og klippa niður, svo börnin geti tekið viðeigandi miða eftir að hafa unnið verk af listanum.
Til að vista listana á tölvunni er hægt að hægri-klikka á myndirnar og velja „save as“
Færslan er skrifuð af Fríðu B. Sandholt og birtist upphaflega á bloggsíðu hennar.
 
Insta:fridabsandholt
Snap:fridabsandholt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Dæmd fyrir líkamsárás á hvort annað

Dæmd fyrir líkamsárás á hvort annað
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Verk og vit sett með pomp og prakt

Verk og vit sett með pomp og prakt