Það þykir sannað að þeir sem eru heiðarlegir, jákvæðir og þakklátir einstaklingar séu hamingjusamari en ella. Lífið er ekki alltaf sanngjarnt en þannig er það nú bara. Sættu þig við það eins og það er og breyttu því sem þú getur og vittu til að líf þitt verður hamingjuríkara. Hér fyrir neðan eru nokkur atriði sem eru talin vera ávísun á betri líðan.
Neikvæð orka skapar vanlíðan. Þeir sem erfa hlutina við aðra eru líklegri til þess að verða varir við streitu, depurð og kvíða. Ekki láta einhvern hafa vald yfir tilfinningum þínum og stjórna þér. Með því að fyrirgefa ertu fyrst og fremst að skapa þér betri líðan. Reiði og biturleiki skapar vanlíðan.
Þegar þú framkvæmir óeigingjarna hluti framleiðir heilinn hormón sem heitir Serotonin, sem er talinn draga úr streitu. Þeir sem eru hjálplegir eru því minna stressaðir en aðrir.
Temdu þér að þakka fyrir eitthvað á hverju degi. Það er hægt að þakka fyrir svo margt, til dæmis fyrir það að vakna á nýjum degi. Heimilið, börnin, fjölskylduna, matinn, heilsuna, vinina, vinnuna og svo mætti áfram telja endalaust.
Lífið er of stutt til að láta litlu hlutina fara í taugarnar á manni.
Að dagdreyma um stóra hluti mun bara koma þér nær draumnum. Ekki hætta að láta þig dreyma um hluti sem virðast vera langt frá raunveruleikanum. Þeir sem hugsa stórt eru líklegri til þess að ná árangri í lífinu.
Slúður veldur vondri líðan og samviskubiti eftir á. Sjáðu það besta í öllum og ef þú hefur ekkert gott að segja er betra að þegja.
Ekki dvelja í fortíðinni hún er búin og ekki hægt að breyta henni. Njóttu þess að lifa í dag en ekki bíða eftir að eitthvað breytist til þess að þú farir að njóta lífsins.
Það er mjög mikilvægt að vinir þínir séu jákvæðir og fullir af góðri og jákvæðri orku. Ef þú umgengst neikvætt fólk þá muntu verða neikvæður.
Þeir sem segja ósatt eru ekki vinsælir til lengdar. Mundu bara ef þú gerir mistök að þú ert mannlegur og sannleikurinn er sagna bestur og gerir þig frjálsan.
Þeir sem hreyfa sig regluleg og helst í 30 mínútur daglega, eru taldir vera hamingjusamari en þeir sem gera það ekki.