fbpx
Laugardagur 18.október 2025

Tíu venjur sem gera þig hamingjusamari

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 23. desember 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það þykir sannað að þeir sem eru heiðarlegir, jákvæðir og þakklátir einstaklingar séu hamingjusamari en ella. Lífið er ekki alltaf sanngjarnt en þannig er það nú bara. Sættu þig við það eins og það er og breyttu því sem þú getur og vittu til að líf þitt verður hamingjuríkara. Hér fyrir neðan eru nokkur atriði sem eru talin vera ávísun á betri líðan.

1. Fyrirgefðu

Neikvæð orka skapar vanlíðan. Þeir sem erfa hlutina við aðra eru líklegri til þess að verða varir við streitu, depurð og kvíða. Ekki láta einhvern hafa vald yfir tilfinningum þínum og stjórna þér. Með því að fyrirgefa ertu fyrst og fremst að skapa þér betri líðan. Reiði og biturleiki skapar vanlíðan.

2. Góð framkoma

Þegar þú framkvæmir óeigingjarna hluti framleiðir heilinn hormón sem heitir Serotonin, sem er talinn draga úr streitu. Þeir sem eru hjálplegir eru því minna stressaðir en aðrir.

3. Þakklæti

Temdu þér að þakka fyrir eitthvað á hverju degi. Það er hægt að þakka fyrir svo margt, til dæmis fyrir það að vakna á nýjum degi. Heimilið, börnin, fjölskylduna, matinn, heilsuna, vinina, vinnuna og svo mætti áfram telja endalaust.

4. Ekki pirrast

Lífið er of stutt til að láta litlu hlutina fara í taugarnar á manni.

5. Láttu þig dreyma

Að dagdreyma um stóra hluti mun bara koma þér nær draumnum. Ekki hætta að láta þig dreyma um hluti sem virðast vera langt frá raunveruleikanum. Þeir sem hugsa stórt eru líklegri til þess að ná árangri í lífinu.

6. Sjáðu það besta

Slúður veldur vondri líðan og samviskubiti eftir á. Sjáðu það besta í öllum og ef þú hefur ekkert gott að segja er betra að þegja.

7. Lífið er núna

Ekki dvelja í fortíðinni hún er búin og ekki hægt að breyta henni. Njóttu þess að lifa í dag en ekki bíða eftir að eitthvað breytist til þess að þú farir að njóta lífsins.

8. Veldu þá sem þú umgengst

Það er mjög mikilvægt að vinir þínir séu jákvæðir og fullir af góðri og jákvæðri orku. Ef þú umgengst neikvætt fólk þá muntu verða neikvæður.

9. Ekki ljúga

Þeir sem segja ósatt eru ekki vinsælir til lengdar. Mundu bara ef þú gerir mistök að þú ert mannlegur og sannleikurinn er sagna bestur og gerir þig frjálsan.

10 Hreyfðu þig

Þeir sem hreyfa sig regluleg og helst í 30 mínútur daglega, eru taldir vera hamingjusamari en þeir sem gera það ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Arnar rekur 70 ára sögu íslenskrar dægurtónlistar

Arnar rekur 70 ára sögu íslenskrar dægurtónlistar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Eftir umræðu síðustu ára fannst Frey sérstaklega jákvætt að sjá þetta í landsleikjum Íslands á dögunum

Eftir umræðu síðustu ára fannst Frey sérstaklega jákvætt að sjá þetta í landsleikjum Íslands á dögunum
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Bjarki Fjarki hlaut 5 ár fyrir nauðgun – Taldi brotaþola hafa samþykkt BDSM-kynlíf

Bjarki Fjarki hlaut 5 ár fyrir nauðgun – Taldi brotaþola hafa samþykkt BDSM-kynlíf
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Reykjavíkurborg selur stórt hús í miðborginni en böggull fylgir skammrifi

Reykjavíkurborg selur stórt hús í miðborginni en böggull fylgir skammrifi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Líkleg byrjunarlið í stórleiknum á Anfield – Getur United gert eitthvað?

Líkleg byrjunarlið í stórleiknum á Anfield – Getur United gert eitthvað?
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Forsætisráðuneytið sagt ekki hafa brotið á Ólöfu í faðernismáli Ásthildar Lóu

Forsætisráðuneytið sagt ekki hafa brotið á Ólöfu í faðernismáli Ásthildar Lóu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.