fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025

Bróðir Brittany Murphy varpar fram skuggalegri kenningu um dauða hennar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 23. desember 2019 12:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Brittany Murphy lést á heimili sínu aðeins 32 ára, þann 20. desember árið 2009. Nokkrir samverkandi þættir eru taldir hafa dregið Murphy til dauða; lungnabólga, blóðleysi og banvæn blanda af lyfjum til meðhöndla öndunarfærasjúkdóma. Þegar eiginmaður Murphy, handritshöfundurinn Simon Monjack, lést af svipuðum orsökum aðeins fimm mánuðum síðar krafðist móðir hennar þess að heimili þeirra hjóna yrði rannsakað og leitað að myglu. Hún var sannfærð um að mygla væri orsakavaldurinn. En það fannst hvorki mygla á heimilinu né í líkömum þeirra við krufningu. Þó er talið að slæmur aðbúnaður á heimili þeirra hafi átt sinn þátt í veikindunum sem hrjáðu þau bæði.

Tony Bertalotti.

Myrt?

Nú heldur bróðir hennar, Tony Bertolotti, því fram að dauði Brittany hafi borið að með saknæmum hætti.

Tony er hálfbróðir Brittany og telur að systir sín hafi verið myrt. Dauði Simons, fimm mánuðum seinna, rennir enn frekari stoðum undir kenningu Tony að það hafi eitthvað saknæmt átt sér stað á heimili þeirra, þar sem móðir hennar, Sharon, bjó einnig.

„Ef þú horfir á þetta utan frá þá sérðu unga, frekar heilbrigða konu, hún er heima með meintum eiginmanni sínum og móður, og hún deyr. Hversu fáránlegt er það? Það er bara í Hollywood þar sem þetta er hver annar dagur í dýragarðinum. Enginn fer með hana á spítala, sem er aðeins 6,5 km í burtu,“ segir hann í samtali við Daily Mail.

„Ég hef eytt mörgum árum í að skoða þetta, reyna að bæla niður reiði mína. Ég held að Brittany hafi verið myrt. Hver drap Brittany? Hún lést ekki af náttúrulegum orsökum.“

Tony heldur að dauði þeirra tengist viðskiptaháttum þeirra og skuldum Simons. Það er ekkert leyndarmál að Tony líkaði illa við Simon, en stuttu eftir dauða Simons sagðist Tony ekki syrgja hann.

„Ég veit ekki hvaða ákvarðanir þau voru að taka í viðskiptum á þessum tíma, en [dauði þeirra] hljómar „viðskipta-tengdur.“ Ég hef heyrt alls konar rugl, þannig hvað er satt? Ég trúi ekki dópista dæminu það mikið, ég kaupi það ekki. Ég er viss um að það hafi verið einhver tilraunastarfsemi. En Brittany var íhaldssöm með þessa hluti, hún var klár stúlka,“ segir Tony.

Brittany og Simon.

Tony segist ekki telja Brittany og Simon hafa verið hjón. Á sínum tíma greindi TMZ frá því að Simon deildi rúmi með tengdamóður sinni þegar Brittany dó.

„Ég trúi því ekki að Brittany og Simon voru hjón. Ég held að Simon hafi verið með Sharon. Þau deildu rúmi þegar Brittany dó,“ segir Tony.

„Ég hef heyrt að hjónaband þeirra væri aðeins svo Simon gæti fengið að vera í Bandaríkjunum. Hún eiginlega sagði það við okkur að það væri staðan. Ég trúi því að þau gerðu þetta svo hann fengi að vera áfram, hann átti betri möguleika með því að segjast vera með Brittany.“

Sharon hvarf nokkrum mánuðum eftir dauða Simons og hefur ekki sést síðan þá. En Tony segist hafa góðar heimildir fyrir því að hún sé komin aftur til Hollywood.

Peningaslóðin

Tony segir að það þurfi að rekja peningaslóðina.

„Þú verður að skoða peningana. Jimmy Hendrix dó, en peningarnir héldu áfram að flæða í mörg, mörg ár. Stundum er leikkona meira virði dáin en lifandi. Þú verður að skoða hver er að fá peningana núna. Ég veit ekki. Í hvert skipti sem kvikmyndin er spiluð, þá fær einhver borgað. Hver sem fær peninginn veit sannleikann,“ segir Tony.

„Þú verður að skoða fólkið í kringum Brittany. Hver stjórnaði henni? Hver sá um allt saman? Ég hef engin sönnunargögn, annars væri ég búinn að varpa sprengjunni fyrir tíu árum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.