fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025

Oprah byrjar alla fundi á þessum þremur spurningum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 20. desember 2019 09:31

Oprah tjáði sig um málið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið vandræðalegt að byrja fund. Samstarfsfélagar spjalla kannski um daginn og veginn þar til allir eru mættir, sumir gleyma að koma með glósubók og svo eru það þeir sem mæta seint. En þú, hvernig byrjar þú fund? Ertu að fá allt sem þú getur úr fundinum?

Níu af hverjum tíu dagdreymir á meðan fundi stendur og 73 prósent einstaklinga vinna að öðrum verkefnum á meðan.

Þess vegna byrjar Oprah Winfrey alla fundi á sömu þremur spurningunum svo ásetningur fundarins sé skýr.

Hvað ætlum við okkur með þessum fundi? Hvað er mikilvægt? Hvað skiptir máli?

Brendon Burchars, höfundur High Perforamnce Habits: How Extraordinary People Become That Way, segir að Oprah byrji alla fundi á þessum þremur spurningum því afkastamikið fólk (e. high performers) vill skýrleika.

Skýrleiki er ekki eitthvað sem afkastamikið fólk „nær“ eða „tekst“ heldur er það eitthvað sem það „leitast eftir.“

Þess vegna spyr það sig stöðugt þessara fjögurra spurninga:

  • Sjálf: Hvernig viltu lýsa þínu fyrirmyndasjálfi?
  • Hæfni: Hvaða kunnáttu langar þig að læra og sýna?
  • Félagsfærni: Hvernig viltu haga þér félagslega?
  • Þjónusta: Hvernig viltu þjóna öðrum?

Með því að spyrja þig þessara spurninga þá hjálpar það þér að „endurfókusa“ (e. refocus).

Prófaðu að spyrja þig þessara spurninga í dag og sjáðu hvort það breyti einhverju fyrir þig.

Spurningar fyrir svefninn

Brendon spyr sig alltaf á kvöldin: Lifði ég? Elskaði ég? Skipti ég máli? Hann hefur gert það á hverju kvöldi í 23 ár, síðan hann lenti í lífshættulegu bílslysi þegar hann var nítján ára.

Þegar hann getur sagt já við þessum þremur spurningum, þá sefur hann betur.

Þannig prófaðu að spyrja þig í kvöld áður en þú ferð að sofa: Lifði ég lífi mínu í dag? Elskaði ég fólkið í kringum mig? Gerði ég eitthvað sem skiptir máli?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Gjörbreytt útlit stjörnunnar vekur athygli

Gjörbreytt útlit stjörnunnar vekur athygli
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Var algjörlega ómeðvitaður um hörmungarnar sem áttu sér stað fyrir neðan hann

Var algjörlega ómeðvitaður um hörmungarnar sem áttu sér stað fyrir neðan hann
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Segja mikið drama hafa átt sér stað fyrir framan nefið á Trump

Segja mikið drama hafa átt sér stað fyrir framan nefið á Trump
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Lögreglan á Kanaríeyjum skaut fáklæddan mann eftir að fjölskylduerjur fóru úr böndunum

Lögreglan á Kanaríeyjum skaut fáklæddan mann eftir að fjölskylduerjur fóru úr böndunum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fór beint undir hnífinn eftir vafasama hegðun sína um helgina

Fór beint undir hnífinn eftir vafasama hegðun sína um helgina
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.